

Blaðamaður New York Post, Kirsten Fleming, fer ekki mjúkum höndum um Meghan Markle. Segir hún að á meðan Vilhjálmur Bretaprins og Katrin hertogaynja vinni að því að nútímavæða konungsvaldið, sé Meghan Markle, sem búsett er í Bandaríkjunum og var hluti af bresku konungsfjölskyldunni í innan við tvö ár að baða sig í viðhöfn og klisjukenndum formsatriðum.
Nýtt forsíðuviðtal í Harper’s Bazaar afhjúpi merkilegt hennar þar sem blaðamaðurinn bendir á hátíðlegt sjónarspil sem átti sér stað í brúnsteinshúsi á Upper East Side sem tilheyrði vinkonu Markle: „Þegar ég kem inn tilkynnir húsráðandinn: „Meghan, hertogaynja af Sussex“‘, jafnvel þótt við virðumst vera aðeins tvö í húsinu.“

Spyr Fleming hvort Markle hafi virkilega ekki getað farið sjálf til dyra og gefið starfsmanni vinkonu sinnar frí. Segir hún atvikið helst minna á skets úr grínþáttunum Saturday Night Live og segir hún flesta myndu fara hjá sér að vera titlaðir fyrir framan einn einstakling og jafnvel að vera titlaðir yfirhöfuð. En ekki Markle, sem hefur hvorki húmor né hlutfallslegan skilning að mati Fleming.
„Hún hefur aðeins upphafna sýn á sjálfa sig: Í huga hennar er hún mannúðarkona. Krossferðafemínisti. Stofnandi. Allt þetta er augljóst í þessari grein, sem lýsir því hvernig Markle er að mæta „sínu augnabliki“ og er loksins fær um að „skrifa sinn eigin kafla.“
Já, loksins er hún fær um að skilgreina sjálfa sig með eigin orðum.“
Fleming bendir okkur á að gleyma viðtalinu alræmda við Oprah, þar sem Markle lýsti tengdaforeldrum sínum sem köldum rasistum sem vildu ekki hjálpa henni að takast á við geðheilsuvandamál. Og það hljóti að hafa verið erfitt fyrir Markle að láta aðra ramma inn frásögn sína í Netflix heimildarmyndaröð sem hét Harry og Megha, sem var einnig framleidd af þem þar sem þau opinberuðu enn fleiri konungleg leyndarmál.
„Gleymið tveimur hlaðvörpum hennar, þar sem hún gerði ekkert annað en að gelta.Vinir eins og Serena Williams tala um góðvild hennar í sögunni, sem endurspeglar klassískar sögur: bráðþroska bréfið sem hún skrifaði til Procter & Gamble sem 12 ára stúlka þar sem hún mótmælti kynjastaðalímyndum; bernsku hennar í Los Angeles á meðan Rodney King óeirðirnar stóðu yfir, þeirri fölsku forsendu að hún hefði staðið frammi fyrir mikilli opinberri reiði um leið og hún byrjaði að vera með Harry prins. Með öðrum orðum, ekkert nýtt því hún hefur ekkert spennandi í gangi.
Og samt, Markle er svo hégómagjörn að hún lætur fulltrúa sinn vera viðstaddan viðtal á Beverly Hills hótelinu. Hennar fólk þarf jú að tryggja að hún sé ekki rangvitnuð eða of mikið pressað á hana í heimsókn í La Brea tjörunámurnar með hópi skólastúlkna í raunvísindu.“
„Ég skil ekki hvernig nokkur kona getur séð unga stúlku og ekki séð sjálfa sig í henni, sérstaklega á þeim aldri,“ sagði Markle.
Hvað varðar hennar eigin börn: „Ég vona að þau sjái gildi þess að vera hugrökk. Þau sáu það þegar sultan var bara pottur á eldavélinni, að búbbla.“
Fleming segir þau atvik sem viðtalið í Harper’s Bazaar fjallar um lýsa því hvernig Markle er að verða eins og úrelt Hollywood-stjarna með ofmetnum og vonbrigðum verkefnum og kallar hana The Duchess of Duds.
„Síðan hún hætti konunglegu lífi sínu hefur hún þurft að reiða sig á sínar eigin hugmyndir.
Þar er lífsstílsmerkið As Ever, sem selur blómaskraut, sultu og ilmkerti. Netflix-þáttaröðin hennar, Love, Meghan, hefur verið hrikaleg blundveisla, sem gerist í leiguhúsi þar sem Markle býr til lavenderhandklæði og yfirgnæfir áhorfendur með orðinu gleði. Ekki kemur á óvart að þáttaröðin komst ekki inn á 300 mest horfðu titla streymisins. Fyrsta hlaðvarp hennar entist í eina þáttaröð á Spotify. Seinni þátturinn var líka lagður niður jafn fljótt. Með þessu áframhaldi verður Markle þekktust fyrir að mæta í afmælisveislu Kris Jenner.“
Þegar blaðamaður Harper’s Bazaar spyr hvað hún hafi lært af mistökum sínum svarar Markle: „Maður lærir að gera þau ekki aftur. Ef allt gengur vel lærir maður ekki af því.“
Og samt – hér erum við aftur.“