

Erlend kona sem reyndi að smygla rétt tæplega tveimur kílóum af kókaíni til landsins fimmtudaginn 4. september síðastliðinn var fyrr í dag dæmt í 21 mánaða fangelsi.
Konan faldi efnin í ferðatösku sinni en hún kom hingað til lands með flugi frá Zürich í Sviss. Tvö kg af kókaíni telst vera mjög mikið magn og algeng dómafordæmi eru um tveggja ára fangelsi fyrir slíkt brot.
Konan fékk 21 mánaða fangelsi en hún játaði brot sitt. Ekki var talið að hún hefði komið að skipulagningu brotsins eða kaupum á efninu heldur hafi verið svokallað „burðardýr“.
Frá refsingunni dregst sá tími sem hún hefur setið í gæsluvarðhaldi, frá 5. september, en hún hefur setið í gæsluvarðhaldi allt frá því hún kom til landsins með efnin.