fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. nóvember 2025 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Stefán Árnason dýraverndarlögfræðingur er allt annað en sáttur við breytingar á lögum um fjöleignarhús sem kveða á um að hunda- og kattahald verður ekki lengur háð samþykki annarra eigenda. Vika er síðan frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, þess efnis var samþykkt.

Árni Stefán stingur niður penna í aðsendri grein á Vísi þar sem hann gagnrýnir nýju lögin, þótt mikill hunda- og dýravinur sé.

Árni tekur fram í byrjun greinar sinnar að hann sé hlynntur hundahaldi og geti sjálfur ekki hugsað sér annað.

„Ég dáist að fólki sem hefur tamið sér þann lífsstíl. Hundahald getur verið meira mannbætandi en nokkuð annað, viðhaldið og bætt andlegt og líkamlegt hreysti manna, sameinaðu heilu fjölskyldur. Það er fátt meira gefandi en að vakna og hópur hunda býður manns með dillandi rófu og tekur fagnandi.”

Hundahald krefst mikils

Í grein sinni segir Árni að hundahaldsmenning á Íslandi sé skammt á veg komin og framfarir fábrotnar. Það sýni sig til dæmis í umræðu á samfélagsmiðlum og umgengni hans við þá fáu hundaeigendur sem verða á vegi hans.

„Besservisserháttur og skortur á að sjúga í sig þekkingu veldur þessu. Íslendingar er agalegir besservisserar. Það getur framleitt viðvaninga,“ segir hann og tekur fram að hundahald krefjist aga, þekkingar, fróðleiksfýsn, sveigjanleika, nægs rýmis og verulegrar hreyfingar fyrir hunda.

Fjölmargar spurningar

„Nú er heimilt, að lögum, að halda hunda í fjölbýlishúsum án þess að spyrja kóng né prest. Ég blæs á allar ofnæmisröksemdir í fjölbýlishúsi en ég hef verulegar áhyggjur af mannréttindum eins og friði. Það sem veldur mér áhyggjum er þetta og tökum dæmi,“ segir Árni og heldur áfram:

„Segjum að allur stigagangurinn fyllist af hundum. Það er akkúrat ekkert því til fyrirstöðu í dag og hví ætti það ekki að gerast? Það er tíska í dag að fá sér hund og jafnvel er sú ákvörðun oft ekki hugsuð til enda.

Hundur í miðri blokk byrjar að gelta. Allir hundar gelta. Það er þeirra eðlislægi tjáningarmáti. Þetta gelt smitar frá sér á hæðina fyrir neðan og ofan. Það smitar síðan frá sér áfram niður og áfram upp. Verði ykkur að góðu!“

Vandræði munu skapast

Árni tekur svo fleiri dæmi og hugsanlega geti einstaklingur með hund flust á efstu hæð í 6. hæða blokk eða hærri.

„Hunda þarf að viðra, hleypa út, a.m.k að morgni og að kveldi, helst miklu oftar. Oft skildir eftir einir heima allan vinnudaginn. Ég sé það ekki fyrir mér að hundeigandi á sjöttu hæð geri sér far um að viðra hund sinn daglega kvölds og morgna og verður því að taka þeim afleiðingum sem það hefur í för með sér fyrir hann sjálfan og næstu hæð fyrir neðan, jafnvel neðar. Nú í millitíðinni, á 8 tíma vinnudag, einn heima, er hundinum nauðugur sá kostur einn, að míga og skíta inni,“ segir Árni.

Hann segir að þetta séu örfá dæmi frá hundaeiganda í samfleytt 50 ár og það væri hægt að taka miklu fleiri dæmi um þau vandræði sem munu skapast af „ógáfulegu frumvarpi“ Ingu Sæland sem nú er orðið að lögum.

„Settur réttur má aldrei snúast um tilfinningar. Það skilur Inga Sæland ekki. Ingu Sæland hefði verið nær að fylgja eftir ástríðu sinni gegn blóðmerahaldi, hafi sú ástríða verið sönn. Til þess fær hún ekki leyfi af Viðreisn og verður að hlýða til að halda stólnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“