
Danmörk missti af því að komast beint á HM á dramatískan hátt á Hampden Park í gær með 4-2 tapi gegn Skotum, sem fara á HM í fyrsta sinn síðan 1998.
Meira
Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
Joachim Andersen, varnarmaður danska liðsins og leikmaður Fulham, var niðurbrotinn í viðtali við TV 2 Sport eftir leikinn. Sagði hann mark Scott McTominay eftir hjólhestaspyrnu vera bullmark sem leikmaðurinn skorar aldrei aftur. Var hann þá allt annað en sáttur við sig og sína menn.
„Ég er ótrúlega sorgmæddur. Úrslitin í síðustu tveimur leikjum eru hlægileg. Við fáum bullmark og síðan rauða spjaldið og gerum svo fáránleg mistök. Þetta á aldrei að gerast. Þetta er bara ömurlegt og fokking fáránlegt,“ sagði Andersen.
Danir fara því í umspil í mars næstkomandi um sæti á HM vestan hafs næsta sumar.