
Knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo var meðal heiðursgesta í glæsilegu boði Donald Trump í Hvíta húsinu í nótt, þar sem hann sat til boðs ásamt krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman.
Trump sagðist stoltur af því að taka á móti Portúgalanum, sér í lagi þar sem hefur orðið eitt helsta andlit nútímavæðingar Sádí-Arabíu eftir komu sína í deildina þar í landi. Krónprinsinn fjárfest mikið í íþróttum, sem og ferðaþjónustu samhliða.
Trump nýtti ræðuna til að hrósa auknu samstarfi ríkjanna og kallaði Sádi-Arabíu helsta bandamann utan NATO. Hann bætti við í léttum tón að sonur hans væri mikill aðdáandi Ronaldo og væri farinn að meta föður sinn meira eftir að hafa hitt hann.
Aðrir valdamiklir gestir voru á svæðinu, meðal annars Elon Musk og Tim Cook. Þetta var fyrsta heimsókn Musk í Hvíta húsið síðan hann yfirgaf hlutverk sitt í stjórn Trumps fyrr á árinu.
Ronaldo hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við áform krónprinsins og tók nýverið þátt í viðburði ferðamálaráðuneytisins í Ríjad, þar sem hann talaði upp þróunarverkefni landsins og drauma um HM 2034 í Sádí-Arabíu.