
Danskir fjölmiðlar taka karlalandslið sitt ekki neinum silkihönskum eftir tap gegn Skotlandi í gær, sem þýðir að liðið þarf að fara í umspil í von um að komast á HM næsta sumar.
Jafntefli hefði dugað Dönum í Skotlandi í gær og stefndi allt í að það yrði niðurstaðan, en staðan var 2-2 í uppbótartíma þegar Kieran Tierney, fyrrum leikmaður Arsenal, skoraði með stórkostlegu skoti.
Meira
Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
Sem fyrr segir er liðið gagnrýnt í fyrirsögnum danskra miðla eftir leik. „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð,“ segir til að mynda í BT.
Undir þetta er tekið í Tipsbladet og Bold. „Katastrófa,“ segir í fyrrnefnda miðlinum. „Danskt HM-fíaskó eftir mikla dramatík,“ segir svo í Bold.
Dregið er í umspil á morgun. Þarf svo að fara í gegnum tvo andstæðinga í stökum leikjum í mars til að komast á HM vestan hafs næsta sumar.