fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danskir fjölmiðlar taka karlalandslið sitt ekki neinum silkihönskum eftir tap gegn Skotlandi í gær, sem þýðir að liðið þarf að fara í umspil í von um að komast á HM næsta sumar.

Jafntefli hefði dugað Dönum í Skotlandi í gær og stefndi allt í að það yrði niðurstaðan, en staðan var 2-2 í uppbótartíma þegar Kieran Tierney, fyrrum leikmaður Arsenal, skoraði með stórkostlegu skoti.

Meira
Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Sem fyrr segir er liðið gagnrýnt í fyrirsögnum danskra miðla eftir leik. „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð,“ segir til að mynda í BT.

Undir þetta er tekið í Tipsbladet og Bold. „Katastrófa,“ segir í fyrrnefnda miðlinum. „Danskt HM-fíaskó eftir mikla dramatík,“ segir svo í Bold.

Dregið er í umspil á morgun. Þarf svo að fara í gegnum tvo andstæðinga í stökum leikjum í mars til að komast á HM vestan hafs næsta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan