fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Uppnám á COP30 – Blóðug átök öryggisvarða og mótmælenda

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur frumbyggja lét til sín taka á COP30-loftslagsráðstefnunni sem nú fer fram í Belém í Brasilíu. Krafðist hópurinn þess að gripið yrði til stórtækra aðgerða í loftslagsmálum og til verndar skóga.

Þúsundir fulltrúa frá yfir hundrað löndum eru á ráðstefnunni og kröfðust mótmælendurnir þess að fá aðgang að ráðstefnusalnum.

Til átaka kom á milli öryggisvarða og mótmælenda og segist blaðamaður Reuters sem var á vettvangi hafa séð þegar einn öryggisvörður var fluttur burt í hjólastól. Annar hafi verið með skurð fyrir ofan auga eftir að hafa verið laminn með barefli.

Öryggisverðir voru fljótir að ná stjórn á aðstæðum og tókst þeim að tvístra hópnum. Fulltrúum á ráðstefnunni var leyft að yfirgefa svæðið skömmu eftir uppákomuna.

Luiz Inácio Lula da Silva, forseti Brasilíu, hefur lagt áherslu á að frumbyggjasamfélög á svæðinu fái að gegna lykilhlutverki í samningaviðræðum á COP30 í ár.

Fyrr í vikunni komu tugir frumbyggjaleiðtoga á bátum til að taka þátt í viðræðunum og krefjast meiri áhrifa í stjórnun skóglendis á svæðinu. Sagði þekktur leiðtogi frumbyggja við Reuters að margir úr samfélögum þeirra væru ósáttir við áframhaldandi iðnaðar- og þróunarverkefni í Amazon-skóginum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla
Fréttir
Í gær

Engar Robin klementínur í verslanir fyrir þessi jól

Engar Robin klementínur í verslanir fyrir þessi jól