

Jake O’Brien, varnarmaður Everton, hefur bæst í hóp knattspyrnumanna sem hafa keypt þjálfaða verndarhunda til að tryggja öryggi fjölskyldna sinna.
Írski miðvörðurinn, 24 ára, staðfesti í vikunni að hann hafi leitað til Chaperone K9 fyrirtækis sem hefur áður útvegað hunda til leikmanna á borð við Raheem Sterling, Jack Grealish og Marcus Rashford.
Fjöldi leikmanna í ensku úrvalsdeildinni hefur orðið fyrir innbrotum á heimilum sínum á meðan þeir eru að spila leiki.
Á meðan HM 2023 í Katar stóð yfir var brotist inn hjá Grealish, Kevin De Bruyne, Kurt Zouma og Sterling.
O’Brien sagði að ákvörðunin hafi verið tekin til að fá „hugarró“.
„Sem einstaklingur í sviðsljósinu er öryggi mjög mikilvægt. Þetta snýst ekki bara um mig heldur fjölskylduna mína. Ef ég er fjarverandi veit ég að hún er örugg,“ sagði hann.
Hann bætti við að fjölskyldan elski hunda og því hafi það verið augljós kostur að fá verndarhundinn Knox til að vera fyrsta varnarlína ef eitthvað kæmi upp á.