

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að frammistaðan í tapleik geti stundum verið betri en í sigri –og bendir á að leikurinn gegn Manchester United hafi verið sterkari hjá hans liði en sigurinn á Aston Villa.
Slot er þekktur fyrir að leggja mikla áherslu á spilamennsku fremur en niðurstöður og segist oft sjá umræðuna eftir leiki litast of mikið af úrslitunum einum og sér.
„Mér líkaði frammistaðan gegn United betur en gegn Villa, ég held að ég sé sá eini,“ sagði Slot.
„En úrslitin sem mér líkaði voru auðvitað gegn Villa!
„Í opnum leik skapaði liðið miklu fleiri færi gegn United en Villa. Við þurftum að taka meiri áhættu en samt fengum við ekki mikið á okkur.“
Hann benti á að sigurinn á Villa hefði komið eftir mark sem fékkst með hjálp mistaks markvarðar, en gegn United hafi Liverpool stjórnað leiknum lengi og verið líklegra til að skora.