fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. nóvember 2025 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild HK hefur samið við Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem þjálfara meistaraflokks karla til næstu þriggja ára.

Gunnar Heiðar er uppalinn Eyjamaður, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og spilaði fjölda leikja fyrir íslenska landsliðið.

Sem þjálfari hefur hann þjálfað KFS, Vestra og nú seinast Njarðvík þar sem hann náði eftirtektarverðum árangri.

HK hefur einnig samið við þá Arnar Frey Smárason sem aðstoðarþjálfara og Sigurð Má Birnisson sem styrktarþjálfara en þeir hafa þjálfað með Gunnari undanfarin ár.

„Við hjá HK erum gríðarlega ánægð með að hafa samið við Gunnar Heiðar. Hann hefur sannað sig sem þjálfari undanfarin ár og við teljum hann og teymið smellpassa við leikmannahóp HK. Það er samhljómur í metnaði Gunnars Heiðars og félagsins að koma HK á þann stað sem við teljum það eiga að vera á, í deild þeirra bestu“ segir Sigurjón Hallgrímsson formaður knattspyrnudeildar HK.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nova flytur á Broadway
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Í gær

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði
433Sport
Í gær

Nálgast ráðningu á nýjum stjóra Alberts

Nálgast ráðningu á nýjum stjóra Alberts