fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fréttir

Útlit fyrir talsverða snjókomu á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. október 2025 08:00

Það gæti borgað sig að vera tímanlega á ferðinni í fyrramálið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gæti snjóað töluvert á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið en vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að verið sé að fara yfir spána og líkönum beri ekki alveg saman um hversu mikið mun snjóa.

„Það er útlit fyrir snjókomu á morgun en hversu mikil hún verður á eftir að skýrast, en það er talsverð snjókoma í kortunum,” segir vakthafandi veðurfræðingur í samtali við DV og bætir við:

„Það virðist ekki fylgja þessu neinn vindur að ráði þannig að vonandi verður þetta bara fallegur vetrarsnjór.”

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Breytileg átt 3-10 m/s. Dálítil él á norðanverðu landinu og líkur á snjókomu við suðvesturströndina. Þurrt veður annars staðar. Frost 0 til 8 stig, mest í innsveitum norðaustanlands.

Á miðvikudag:
Norðlæg eða breytileg átt 5-13. Snjókoma með köflum á sunnanverðu landinu, en él norðantil. Áfram kalt í veðri.

Á fimmtudag:
Fremur hæg breytileg átt og bjart með köflum, en líkur á éljum, einkum við ströndina. Frost 1 til 10 stig, mest inn til landsins.

Á föstudag:
Hvöss austanátt með slyddu eða rigningu, talsverð úrkoma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 2 til 8 stig.

Á laugardag og sunnudag:
Stíf austlæg átt og vætusamt, einkum um landið suðaustanvert. Hiti 4 til 10 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auðug kona keyrði niður mann á fyrsta stefnumóti – Kenndi rándýrum hælaskónum um

Auðug kona keyrði niður mann á fyrsta stefnumóti – Kenndi rándýrum hælaskónum um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur segir að þetta sé krafan sem kvennahreyfingin gleymdi

Guðmundur segir að þetta sé krafan sem kvennahreyfingin gleymdi