fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

433
Miðvikudaginn 15. október 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yannick Carrasco skráði sig í sögubækurnar árið 2016 þegar hann varð fyrsti Belginn til að skora í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það dugði þó ekki til þar sem Atletico Madrid laut í lægra haldi gegn erkifjendum sínum Real Madrid í vítaspyrnukeppni. Síðar hefur ferill hans tekið áhugaverða stefnu.

Breska götublaðið Daily Star fjallar í dag um Carrasco og líf hans undanfarin ár, enda ekki mikið verið í sviðsljósinu. Carrasco hafði gert góða hluti með Monaco áður en hann gekk til liðs við Atletico og var talinn meðal efnilegustu leikmanna í gullkynslóð Belgíu. Hann var orðaður við félög á borð við Arsenal.

Árið 2018 yfirgaf Carrasco hins vegar Spán og gekk til liðs við kínverska félagið Dalian, sem var að hluta í eigu sama fyrirtækis og Atlético, Dalian Wanda Group. Þar var hann sagður fá um 180 þúsund pund á viku og vakti flutningurinn mikla undrun þar sem hann var á hátindi ferils síns.

Carrasco sneri síðar aftur til Atlético á láni og átti stóran þátt í Spánarmeistaratitlinum sem liðið vann tímabilið 2020–21. Þrátt fyrir það ákvað hann fjórum árum síðar að elta seðilinn og samdi við Al-Shabab í Sádi-Arabíu, þar sem hann er sagður fá um 220 þúsund pund á viku. Samningurinn gildir til sumarsins 2027.

Carrasco hefur varið ákvörðun sína og segir sádiarabísku deildina mun sterkari en menn halda.

„Fólk talar án þess að vita neitt um það hvernig deildin hér er. Leikmenn sem koma frá Serie A eða ensku úrvalsdeildinni halda að þetta sé auðvelt, en þeir átta sig fljótt á því að það er ekki þannig, gæðin eru mikil,“ segir Carrasco.

Utan vallar hefur Carrasco einnig vakið athygli fyrir samband sitt við eiginkonu sína, Noemie Happart, sem var kosin ungfrú Belgía árið 2013. Happart, sem hefur gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Liege, kynntist Carrasco í heimabæ sínum árið 2015 og þau gengu í hjónaband tveimur árum síðar.

Í viðtali við belgíska tímaritið Story lýsti hún fyrstu kynnum þeirra.

„Ég hafði aldrei ætlað mér að vera með fótboltamanni. Þegar hann sagði mér að hann væri atvinnumaður var ég efins en Yannick reyndist yndislegur. Hann heillaði mig með persónuleika sínum.“

Happart hefur fylgt eiginmanni sínum hvert sem hann fer, bæði til Kína og nú síðast til Sádí. Parið eignaðist dóttur í maí 2022. Virðast þau njóta lífsins í vellistingum í Miðausturlöndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fór í læknisskoðun í gær en hætta við að skrifa undir

Fór í læknisskoðun í gær en hætta við að skrifa undir
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England
433Sport
Í gær

Opnar sig um það þegar átta ára drengur lést í fangi hans

Opnar sig um það þegar átta ára drengur lést í fangi hans