Inter Milan ætlar sér að blanda sér í bráttuna um Marc Guehi fyrirliða Crystal Palace sem ætlar sér frítt frá félaginu næsta sumrar.
TuttoSport segir frá þessu en Guehi reyndi að fara frá Palace í sumar en án árangurs.
Eftir að hafa gengist undir læknisskoðun hjá Liverpool hætti Palace óvænt við að selja hann.
Liverpool vill enn fá Guehi sem er 25 ára gamall en Real Madrid og Barcelona hafa einnig verið nefnd til sögunnar.
Þá ætlar ítalska félagið að blanda sér í slaginn en lið utan Englands geta samið við Guehi í janúar.