fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Scholes botnar ekkert í þessari ákvörðun United í sumar – Sömu mistök ítrekað

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. október 2025 13:00

Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Scholes hefur gagnrýnt félagaskipta­stefnu Manchester United harðlega og segir félagið ekki hafa lært neitt af fyrri mistökum.

Goðsögn félagsins við Old Trafford sagðist hissa á ákvörðuninni að selja Rasmus Højlund og kaupa Benjamin Šeško í staðinn, og kallaði það nákvæmlega sömu mistök og gerð voru fyrir tveimur árum.

Højlund gekk til liðs við United frá Atalanta árið 2023 og skoraði 26 mörk í 95 leikjum, en hefur endurheimt töfrana sína á láni hjá Napoli, þar sem hann hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum undir stjórn Antonio Conte.

Šeško, sem kom frá RB Leipzig síðasta sumar fyrir 73,7 milljónir punda, hefur einnig byrjað ágætlega en Scholes segir báðar ákvarðanir sýna skort á skynsemi og reynslu í sókninni.

„Þú horfir á Højlund, 22 ára strák sem kom þegar hann var 20. Hann var eini framherjinn, allur þrýstingurinn á honum, og hann gat ekki tekist á við það,“ sagði Scholes í The Good, The Bad and The Football hlaðvarpinu.

„Hann hefði átt að vera leikmaður sem kemur inn og út úr liðinu. Það ættu að vera þrír eða fjórir framherjar. En hvað gera þeir? Þeir selja hann og kaupa annan, alveg eins. Hvar er skynsemin í því?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mættur aftur til vinnu eftir handtöku á laugardag – Skallaði einstakling sem hann óttaðist að ætlaði að ræna sig

Mættur aftur til vinnu eftir handtöku á laugardag – Skallaði einstakling sem hann óttaðist að ætlaði að ræna sig
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Með 85 milljónir í vikulaun en skallaði einstakling sem vildi taka sjálfu á knæpu

Sjáðu myndbandið: Með 85 milljónir í vikulaun en skallaði einstakling sem vildi taka sjálfu á knæpu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus
433Sport
Í gær

Ekki allir Íslendingar hrifnir af sænska fyrirtækinu – „Finnst þetta algjört drasl, hefur enga trú á þessu“

Ekki allir Íslendingar hrifnir af sænska fyrirtækinu – „Finnst þetta algjört drasl, hefur enga trú á þessu“
433Sport
Í gær

Sjáðu átta mínútna þrumuræðu Carragher yfir Salah: Segir allt hafa verið skipulagt – Sé að reyna að láta reka Slot

Sjáðu átta mínútna þrumuræðu Carragher yfir Salah: Segir allt hafa verið skipulagt – Sé að reyna að láta reka Slot