fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Segir frá því þegar hann var handtekinn eftir að hafa brotist inn í kvennafangelsi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. október 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum framherjinn Mario Balotelli, sem lék með Manchester City og ítalska landsliðinu, hefur loks tjáð sig um sögusagnirnar um að hann hafi eitt sinn farið inn á kvennafængelsi án leyfis.

Balotelli, sem er 35 ára, hefur lengi verið þekktur fyrir einstaka persónuleika og óútreiknanleg hegðun utan vallar. Hann á 36 landsleiki fyrir Ítalíu og er hvað þekktastur fyrir tímann hjá Manchester City, þar sem hann vann fjóra titla og lagði upp sigurmark Sergio Agüero gegn QPR árið 2012 sem tryggði Englandsmeistaratitilinn.

Ferill hans einkenndist þó oft af skrítnum atvikum. Meðal annars komst hann í fréttir þegar hann kveikti í flugeldum á baðherbergi sínu kvöldið fyrir Manchester-slaginn árið 2011. Slökkviliðið þurfti að mæta á staðinn, en enginn meiddist.

Sama ár greindi La Gazzetta dello Sport frá því að Balotelli og bróðir hans Enock hefðu verið handteknir eftir að hafa gengið inn á lóð kvennafængelsis í Brescia á Ítalíu. Þeir voru yfirheyrðir og sleppt hálftíma síðar.

„Þegar ég og bróðir minn fórum inn í fangelsi, það var blásið upp. Við vissum ekki að þetta væri kvennafangelsi, við ætluðum bara að vera með grín,“ segir Balotelli.

„Það eina sem ég sé eftir í lífinu er þegar ég kveikti í húsinu á Englandi með tveimur vinum mínum, það var hættulegt. Ég hef ekki verið að gera neitt alvarlegt þó fólk búi það oft til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viktor Daði byrjaði í fræknum sigri danska liðsins á Spáni

Viktor Daði byrjaði í fræknum sigri danska liðsins á Spáni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kærasta Erling Haaland að bugast á þessu atriði í fari hans – „Ég er orðin svo þreytt á þessu“

Kærasta Erling Haaland að bugast á þessu atriði í fari hans – „Ég er orðin svo þreytt á þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Reykjavíkurmótið rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin

Reykjavíkurmótið rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Býður Salah að koma fyrr vegna stormsins í kringum hann

Býður Salah að koma fyrr vegna stormsins í kringum hann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Carragher sendir frá sér afsökunarbeiðni – „En þú þarft að haga þér“

Carragher sendir frá sér afsökunarbeiðni – „En þú þarft að haga þér“
433Sport
Í gær

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“