Lúxusvilla Lionel Messi á Ibiza stendur nú frammi fyrir mögulegri niðurrifshættu vegna brota á skipulagsreglum.
Argentínska ofurstjarnan keypti eignina árið 2022 af svissneska athafnamanninum Philippe Amon fyrir um 9,5 milljónir punda. Húsið stendur á vesturströnd eyjunnar, í bænum Sant Josep de Sa Talaia, en hefur átt í ýmsum lagalegum vandamálum síðan.
Samkvæmt spænska dagblaðinu ABC hefur komið í ljós að sumar byggingar á lóðinni, þar á meðal bílskúr og kjallari, voru reistar án leyfis og brjóta gegn samþykktu skipulagi.
Messi var áður beðinn um að fjarlægja þessar viðbætur, en borgaryfirvöld hafa nú hafið formlega rannsókn á málinu. Ef staðan verður ekki leiðrétt gæti komið til niðurrifs hluta hússins.
Eignin, sem er rúmlega 16 þúsund fermetrar að stærð og inniheldur meðal annars 92 fermetra sundlaug, hefur hvorki fengið byggingarleyfi né búsetuvottorð. Borgarstjóri svæðisins bannaði allar frekari framkvæmdir á lóðinni árið 2022.
Að auki hefur komið fram umhverfisáhyggjur þar sem húsið stendur á vernduðu landi og hefur verið flokkað sem eitureign, sem þýðir að það má hvorki selja né leigja út.
Í fyrra réðust loftslagsverndarsinnar inn á eignina og skvettu rauðri og svartri málningu á húsið í mótmælaskyni.