Framherjinn Eddie Nketiah hjá Crystal Palace gæti ákveðið að skipta um ríkisfang og leika fyrir Gana á Afríkukeppninni (Afcon) í vetur.
Nketiah, sem er 26 ára, á einn landsleik fyrir England, þegar hann kom inn á sem varamaður í vináttuleik gegn Ástralíu í október 2023. Síðan þá hefur hann ekki verið valinn í landsliðshópinn aftur.
Samkvæmt enskum fjölmiðlum er nú mögulegt að hann snúi sér að Gana aðeins tveimur mánuðum áður en Afríkukeppnin hefst.
Nketiah fæddist í Lewisham í London en á foreldra sem koma frá Gana og á því rétt á að spila fyrir landslið þeirra. Reglur FIFA gera honum kleift að skipta þar sem hann hefur hvorki spilað keppnisleik fyrir England né leikið fleiri en þrjá leiki fyrir liðið.
Fyrrum leikmaður Arsenal hefur átt góða byrjun á tímabilinu með Crystal Palace og gæti orðið mikilvæg viðbót fyrir Gana ef hann ákveður að taka þátt á Afcon. Þar gæti hann sameinast leikmönnum á borð við Mohammed Kudus og Inaki Williams í sóknarlínu liðsins.