fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Afmælisveisla Wayne Rooney byrjuð – Klæddi sig upp sem þekkt rokkstjarna og söng fyrir gestina

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. október 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney verður ekki fertugur fyrr en í lok mánaðarins, en afmælisveislan virðist þegar hafin. Fyrrum stjarna Manchester United og enska landsliðsins eyddi síðustu helgi í lúxusferð til Cotswolds ásamt eiginkonu sinni, Coleen, og vinum.

Samkvæmt The Sun skipulagði Coleen ferðina og lét flytja þau með þyrlu á fallegt sumarhús við vatn á svæðinu, þar sem meðal annars Beckham-hjónin eiga heimili. Þar slakaði Wayne á með óvæntum hætti, hann klæddi sig upp sem rokkgoðsögnin Freddie Mercury og söng hástöfum helstu lög Queen.

„Allir vita að Wayne elskar að syngja, en hann var algjörlega í essinu sínu sem Freddie Mercury,“ sagði heimildarmaður blaðsins.

„Hann leit út fyrir að hafa gaman af því og tók öll þekktustu lögin.“

Wayne og Coleen kynntust þegar þau voru aðeins tólf ára í heimabæ sínum Liverpool og hófu samband fjórum árum síðar. Þau giftu sig árið 2008 og eiga saman fjögur börn: Kai (15), Klay (11), Kit (8) og Cass (6).

Fyrir tveimur vikum viðurkenndi Rooney í einlægu viðtali við fyrrum liðsfélaga sinn Rio Ferdinand að hann hefði líklega dáið ef ekki hefði verið fyrir Coleen, sem hann segir hafa bjargað sér frá áfengisvandamálum. Hann sagðist hafa drukkið stanslaust í tvo daga áður en hann mætti á æfingar og reynt að fela áfengislyktina með augndropum, tyggjói og rakspíra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skella verðmiða á hann í kjölfar áhuga Real Madrid og enskra stórliða

Skella verðmiða á hann í kjölfar áhuga Real Madrid og enskra stórliða
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gæti endað á Old Trafford eftir fjaðrafok síðustu daga

Gæti endað á Old Trafford eftir fjaðrafok síðustu daga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rekinn eftir hörmulegt gengi

Rekinn eftir hörmulegt gengi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Breytingar framundan í Meistaradeildinni – Tónlistaratriði og húllumhæ

Breytingar framundan í Meistaradeildinni – Tónlistaratriði og húllumhæ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Höddi Magg um pistilinn: „Ég er bara orðinn rosalega þreyttur á svona afsökunum“

Höddi Magg um pistilinn: „Ég er bara orðinn rosalega þreyttur á svona afsökunum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rashford sendir pillu á United – Kennir þeim um að hafa ekki náð sínu besta fram

Rashford sendir pillu á United – Kennir þeim um að hafa ekki náð sínu besta fram