fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Landafræðikennari með tösku sem kostar tæpar 2 milljónir

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. október 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erling Haaland vakti mikla kátínu meðal aðdáenda á þriðjudag þegar hann birti mynd á Instagram í afar sérstökum klæðnaði.

Norski framherjinn, sem er 25 ára, fékk nokkra daga frí frá landsliðsverkefnum eftir að hafa skorað þrennu í 4–1 sigri Noregs á Ísrael um helgina, þar sem liðið tók stórt skref í átt að HM 2026. N

oregur mætir Nýja-Sjálandi í vináttuleik í kvöld, en Haaland og fjórir aðrir leikmenn voru leystir undan landsliðsskyldu fyrr í vikunni.

Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, sagði ákvörðunina eðlilega: „Allir sem hafa leikið mikið í Meistaradeildinni fengu að fara heim.“

Haaland ákvað þó ekki að snúa aftur til Manchester heldur eyðir nokkrum sólardögum á Marbella á Spáni. Norskir fjölmiðlar greindu frá því að hann hafi sést stíga um borð í einkaþotu á sunnudag, áður en hann snýr aftur til æfinga hjá Manchester City fyrir leik gegn Everton um helgina.

Á Instagram birti hann síðan myndir frá ferðinni undir yfirskriftinni “camos”, þar sem hann sést klæddur í grænar buxur, samsvarandi vesti, skyrtu og flatan hatt og með Hermès Hac 40 tösku við hlið sér, sem talið er að kosti nærri 10 þúsund pund. Minnir hann marga á landafræðikennara.

Útlitið vakti mikla athygli fylgjenda hans, þar á meðal fyrrum liðsfélagans Jack Grealish, sem skemmti sér konunglega yfir myndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skella verðmiða á hann í kjölfar áhuga Real Madrid og enskra stórliða

Skella verðmiða á hann í kjölfar áhuga Real Madrid og enskra stórliða
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gæti endað á Old Trafford eftir fjaðrafok síðustu daga

Gæti endað á Old Trafford eftir fjaðrafok síðustu daga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rekinn eftir hörmulegt gengi

Rekinn eftir hörmulegt gengi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Breytingar framundan í Meistaradeildinni – Tónlistaratriði og húllumhæ

Breytingar framundan í Meistaradeildinni – Tónlistaratriði og húllumhæ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Höddi Magg um pistilinn: „Ég er bara orðinn rosalega þreyttur á svona afsökunum“

Höddi Magg um pistilinn: „Ég er bara orðinn rosalega þreyttur á svona afsökunum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rashford sendir pillu á United – Kennir þeim um að hafa ekki náð sínu besta fram

Rashford sendir pillu á United – Kennir þeim um að hafa ekki náð sínu besta fram