Erling Haaland vakti mikla kátínu meðal aðdáenda á þriðjudag þegar hann birti mynd á Instagram í afar sérstökum klæðnaði.
Norski framherjinn, sem er 25 ára, fékk nokkra daga frí frá landsliðsverkefnum eftir að hafa skorað þrennu í 4–1 sigri Noregs á Ísrael um helgina, þar sem liðið tók stórt skref í átt að HM 2026. N
oregur mætir Nýja-Sjálandi í vináttuleik í kvöld, en Haaland og fjórir aðrir leikmenn voru leystir undan landsliðsskyldu fyrr í vikunni.
Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, sagði ákvörðunina eðlilega: „Allir sem hafa leikið mikið í Meistaradeildinni fengu að fara heim.“
Haaland ákvað þó ekki að snúa aftur til Manchester heldur eyðir nokkrum sólardögum á Marbella á Spáni. Norskir fjölmiðlar greindu frá því að hann hafi sést stíga um borð í einkaþotu á sunnudag, áður en hann snýr aftur til æfinga hjá Manchester City fyrir leik gegn Everton um helgina.
Á Instagram birti hann síðan myndir frá ferðinni undir yfirskriftinni “camos”, þar sem hann sést klæddur í grænar buxur, samsvarandi vesti, skyrtu og flatan hatt og með Hermès Hac 40 tösku við hlið sér, sem talið er að kosti nærri 10 þúsund pund. Minnir hann marga á landafræðikennara.
Útlitið vakti mikla athygli fylgjenda hans, þar á meðal fyrrum liðsfélagans Jack Grealish, sem skemmti sér konunglega yfir myndinni.