fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Byrjuð að moka inn peningum eftir að hún skipti um starf

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. október 2025 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enski íþróttaþulurinn Laura Woods átti einstaklega gott ár fjárhagslega eftir að hún skipti frá talkSPORT yfir til TNT Sports, samkvæmt nýbirtum ársreikningum.

Woods, sem er 38 ára, sneri aftur á skjáinn í apríl eftir aðeins þriggja mánaða fjarveru vegna fæðingar barns síns, og hefur auður hennar meira en tvöfaldast á einu ári úr 635 þúsund pundum í 1,5 milljónir punda frá janúar til desember 2024.

Skjöl frá fyrirtæki hennar, The Pig and I Limited, sem hún stofnaði árið 2014, sýna að eignir hennar nema nú meira en einni milljón punda. Þessi aukni auður má meðal annars rekja til gríðarlegrar launahækkunar eftir að hún yfirgaf talkSPORT og tók við sem aðalþulur TNT Sports í umfjöllun um Meistaradeildina.

Samkvæmt The Sun fær Woods nú um 800 þúsund pund í árslaun sem er veruleg hækkun frá þeim 250 þúsund pundum sem hún þénaði áður. Hún er því orðin einn launahæsti íþróttafréttamaður Bretlands.

Fjármálaskjölin sýna jafnframt að hún á um 1,2 milljón punda á bankareikningum og greiddi um 300 þúsund pund í skatta á síðasta ári, en tók sér aðeins út 1.000 punda arð.

Woods hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem ein vinsælasta sjónvarpsrödd Bretlands í fótboltaumfjöllun, bæði fyrir fagmennsku og persónutöfra, og nýtur nú velgengni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viktor Daði byrjaði í fræknum sigri danska liðsins á Spáni

Viktor Daði byrjaði í fræknum sigri danska liðsins á Spáni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kærasta Erling Haaland að bugast á þessu atriði í fari hans – „Ég er orðin svo þreytt á þessu“

Kærasta Erling Haaland að bugast á þessu atriði í fari hans – „Ég er orðin svo þreytt á þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Reykjavíkurmótið rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin

Reykjavíkurmótið rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Býður Salah að koma fyrr vegna stormsins í kringum hann

Býður Salah að koma fyrr vegna stormsins í kringum hann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Carragher sendir frá sér afsökunarbeiðni – „En þú þarft að haga þér“

Carragher sendir frá sér afsökunarbeiðni – „En þú þarft að haga þér“
433Sport
Í gær

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“