fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
433Sport

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. október 2025 13:34

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari var spurður út í breytingar á þjálfarateymi sínu í sumar á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. Segist hann hafa átt frumkvæðið að þeim.

Þorsteinn ræddi við blaðamenn í tilefni að komandi leikjum kvennalandsliðsins við Norður-Íra í umspilu um að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Var hann spurður út í breytingarnar, en Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari og Ólafur Pétursson markvarðaþjálfari viku í sumar. Í þeirra stað eru komnir Ólafur Kristjánsson og Amir Mehica.

„Þessi breyting var gerð af minni hálfu. Ég taldi tíma til að fá nýjar raddir inn í hópinn. Nýtt upphaf og prófa nýja hluti. Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti. En ég taldi þetta gott. Þetta samstarf var farsælt og gott,“ sagði Þorsteinn um breytingarnar.

Ólafur er stórt nafn í íslenska boltanum. Þorsteinn er spenntur fyrir samstarfinu en var hann spurður að því hvort hann búist við því að þeir muni takast eitthvað á um ákvarðanir er snúa að landsliðinu.

„Það er alltaf þannig þegar menn vinna saman að þeir hafa ekki alltaf sömu sýn á hlutina. Svo þarf að sjá hvað hentar hverju sinni. Ég hef fulla trú á að við getum unnið hlutina saman. Ég held að þetta verði gott og farsælt samstarf,“ sagði Þorsteinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn: Við erum klárlega sterkari

Þorsteinn: Við erum klárlega sterkari
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti endað á Old Trafford eftir fjaðrafok síðustu daga

Gæti endað á Old Trafford eftir fjaðrafok síðustu daga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Breytingar framundan í Meistaradeildinni – Tónlistaratriði og húllumhæ

Breytingar framundan í Meistaradeildinni – Tónlistaratriði og húllumhæ
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Höddi Magg um pistilinn: „Ég er bara orðinn rosalega þreyttur á svona afsökunum“

Höddi Magg um pistilinn: „Ég er bara orðinn rosalega þreyttur á svona afsökunum“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rashford sendir pillu á United – Kennir þeim um að hafa ekki náð sínu besta fram

Rashford sendir pillu á United – Kennir þeim um að hafa ekki náð sínu besta fram