fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
433Sport

Solskjær líklegur til að taka við spennandi starfi

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. október 2025 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi stjóri Manchester United Ole Gunnar Solskjær gæti verið á leið aftur í stjórastarf en hann er nú orðaður við stórlið Rangers í Skotlandi.

Það eru liðin nær fjögur ár síðan United ákvað að láta Solskjær fara frá félaginu. Hann tók sér þá langt hlé frá þjálfun áður en hann tók við tyrkneska félaginu Besiktas í janúar síðastliðnum.

Norðmaðurinn byrjaði vel í Tyrklandi, með átta sigra og eitt jafntefli í fyrstu tólf leikjunum, en eftir að liðið féll úr Sambandsdeildinni gegn Lausanne í umspilinu var honum sagt upp í byrjun þessa tímabils.

Nú er Solskjær sagður hafa fundað með forráðamönnum Rangers og er hann samkvæmt veðbönkum með líklegri mönnum til að fá starfið.

Rangers leitar að nýjum stjóra eftir að Russell Martin var látinn fara. Talið var að Steven Gerrard myndi snúa aftur, en hann á að hafa hafnað tilboði félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Coote játar að sök – Brot hans sett í alvarlegasta flokkinn

Coote játar að sök – Brot hans sett í alvarlegasta flokkinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Frakkar telja sig hafa verið hlunnfarna á Íslandi – „Andrúmsloftið hafði áhrif á dómarann“

Myndband: Frakkar telja sig hafa verið hlunnfarna á Íslandi – „Andrúmsloftið hafði áhrif á dómarann“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hákon Arnar eftir frábær úrslit – „Við vorum aðeins hræddir, við ætluðum að vernda 1-0“

Hákon Arnar eftir frábær úrslit – „Við vorum aðeins hræddir, við ætluðum að vernda 1-0“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Daníel Leó eftir frábæra frammistöðu gegn Frökkum – „Verðum betri og betri með hverjum leiknum“

Daníel Leó eftir frábæra frammistöðu gegn Frökkum – „Verðum betri og betri með hverjum leiknum“