Frakkar eru pirraðir á að hafa ekki fengið dæmt brot í fyrsta marki Íslands í leik liðanna í undankeppni HM í gær.
Liðin gerðu 2-2 jafntefli en vildu þeir frönsku að mark Guðlaugs Victors Pálssonar í fyrri hálfleik yrði dæmt af vegna hrindingar hans á Manu Kone í aðdragandanum.
Meira
Frakkar pirraðir eftir haustkvöld í Reykjavík – „45 mínútur af helvíti“
„Ég ætla ekki að væla of mikið yfir þessu. Ég held að andrúmsloftið á vellinum hafi haft áhrif á sumar ákvarðanir dómarans, það var brotið á Manu Kone en við getum ekki farið til baka,“ sagði Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakka eftir leik.
Glæsileg úrslit Íslands í gær þýðir að það er í okkar höndum að koma okkur í umspil um sæti á HM. Til þess þurfa Strákarnir okkar að vinna Aserbaísjan og Úkraínu í nóvember, en líklegt er að við fáum hreinan úrslitaleik gegn síðarnefnda liðinu í Póllandi í lokaumferðinni.
Hér að neðan má sjá markið sem um ræðir.
— cityallstarts (@cityallstarts) October 13, 2025