fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
433Sport

Rútubílstjóri rekinn fyrir klæðaburð sinn á sunnudag – Sagður hafa skapað hættu fyrir farþega

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. október 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rútu­bíl­stjóri sem klæddist Liverpool-treyju var rekinn úr starfi eftir að Chelsea-aðdáendur umkringdu bílinn og sköpuðu ógnvekjandi aðstæður fyrir utan Stamford Bridge síðastliðið laugardagskvöld.

Isaac, 21 ára stuðningsmaður Liverpool frá Suður-London, var að aka strætó þegar fagnaðarlæti Chelsea-stuðningsmanna brutust út eftir 2-1 sigur liðsins gegn Liverpool.

Þegar þeir sáu bílstjórann í grænni og hvítri útitreyju Liverpool fóru þeir að slá á rúðurnar og öskra að honum.

Atvikið var tekið upp á myndband og dreift víða á samfélagsmiðlum. Þar má sjá hvernig rútan stöðvast vegna ástandsins og veldur töfum og truflunum, sem varð til þess að Isaac var rekinn af A1 Transport Recruitment, sem útvegar TfL starfsmenn.

„Ef þú horfir á myndbandið lítur þetta út fyrir að vera fyndið, en þetta var mjög ógnvekjandi,“ sagði Isaac í viðtali við TalkTV. „Þeir opnuðu rúðuna og ég þurfti að halda henni aftur.“

Isaac segir enginn hafi bent honum á að skipta um föt áður en hann fór á vaktina. Hann gagnrýndi TfL og borgarstjórann í London, Sadiq Khan, og sagði skort á heilbrigðri skynsemi í rekstrinum. „Ég vaknaði bara og fór í hreina treyju, hún var frá Liverpool.“

Isaac var rekinn vegna brota á klæðnaðareglum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Víkingur staðfestir komu Björgvins Brima

Víkingur staðfestir komu Björgvins Brima
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nýjar reglur minnka bilið milli kvenna og karla

Nýjar reglur minnka bilið milli kvenna og karla
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sævar Atli upplifði magnað augnablik – „Það var mjög auðvelt að gíra sig“

Sævar Atli upplifði magnað augnablik – „Það var mjög auðvelt að gíra sig“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Telja líklegt að íslenska þjóðin verði kýld í magann á föstudag

Telja líklegt að íslenska þjóðin verði kýld í magann á föstudag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Logi segir mikil viðbrigði að flytja til Tyrklands – „Stundum aðeins of blóðheitir fyrir minn smekk“

Logi segir mikil viðbrigði að flytja til Tyrklands – „Stundum aðeins of blóðheitir fyrir minn smekk“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verðlaunaður með veglegri launahækkun

Verðlaunaður með veglegri launahækkun
433Sport
Í gær

Staðfesta sorglegt andlát – Fjölskyldumaður sem skildi mikið eftir sig

Staðfesta sorglegt andlát – Fjölskyldumaður sem skildi mikið eftir sig
433Sport
Í gær

Stórstjarna rýfur þögnina eftir áflog á Októberfest

Stórstjarna rýfur þögnina eftir áflog á Októberfest