Nýjar fjármálareglur í ensku úrvalsdeild kvenna og næstefstu deildinni munu tryggja leikmönnum hærri laun en áður, samkvæmt frétt The Guardian.
Knattspyrna kvenna á Englandi hefur tekið stór skref fram á við undanfarið. Í fyrra ákváðu tvær efstu deildirnar að slíta sig frá enska knattspyrnusambandinu og stofna sjálfstæðan rekstur atvinnumannadeilda kvenna.
Samkvæmt nýju reglunum verða leikmenn 23 ára og eldri í efstu deild tryggð lágmarkslaun upp á 40 þúsund pund á ári. Þá verða leikmönnum í næstefstu deild tryggð að minnsta kosti landslágmarkslaun sem eru í gildi í Bretlandi.
Fyrir breytinguna þurftu margir leikmenn í næstefstu deild að vinna meðfram knattspyrnunni, þar sem sum félög greiddu jafnvel undir lágmarkslaunum.
Mun meiri peningur er kominn í knattspyrnu kvenna á Englandi og má sjá það í launatölum og kaupverði leikmanna.