fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
433Sport

Fyrirtæki hans verða fyrir barðinu eftir að hann talaði um reiða hvíta karlmenn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. október 2025 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville hefur verið kallaður landráðamaður af reiðum stuðningsmönnum eftir umdeild ummæli þar sem hann gagnrýndi reiða miðaldra hvíta karlmenn sem flagga breska fánanum á neikvæðan hátt að hans mati.

Ummæli Neville komu í kjölfar hryðjuverkaárásar á samkunduhús gyðinga í Manchester, þar sem tveir tilbiðjendur voru drepnir af sýrlenskum árásarmanni. Neville sagði í myndbandi á LinkedIn.

„Við erum að verða snúin hvert gegn öðru. Þessi klofningur sem er að myndast er viðbjóðslegur og hann kemur að mestu frá reiðum miðaldra hvítum körlum sem vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera,“ sagði Neville.

Á þriðjudagskvöld komu stuðningsmenn saman fyrir utan Hotel Football, hótel Neville sem stendur við Old Trafford, og við heimavöll Salford City liðsins sem hann á í sameiningu með David Beckham til að mótmæla. Þar héldu menn á borða þar sem stóð.

„Gary Neville. Landráðaskrímsli. Sjálfsmark, Nev.“

Aðrir voru staðnir að því að binda breska fánann við ljósastaura í nágrenninu en Neville hafði áður fyrirskipað að slíkur fáni yrði tekinn niður á byggingarsvæði í eigu hans.

Borðinn sást síðar aftur á heimavelli Salford í 3-1 sigri gegn Stockport County.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Víkingur staðfestir komu Björgvins Brima

Víkingur staðfestir komu Björgvins Brima
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýjar reglur minnka bilið milli kvenna og karla

Nýjar reglur minnka bilið milli kvenna og karla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sævar Atli upplifði magnað augnablik – „Það var mjög auðvelt að gíra sig“

Sævar Atli upplifði magnað augnablik – „Það var mjög auðvelt að gíra sig“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telja líklegt að íslenska þjóðin verði kýld í magann á föstudag

Telja líklegt að íslenska þjóðin verði kýld í magann á föstudag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Logi segir mikil viðbrigði að flytja til Tyrklands – „Stundum aðeins of blóðheitir fyrir minn smekk“

Logi segir mikil viðbrigði að flytja til Tyrklands – „Stundum aðeins of blóðheitir fyrir minn smekk“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Verðlaunaður með veglegri launahækkun

Verðlaunaður með veglegri launahækkun
433Sport
Í gær

Staðfesta sorglegt andlát – Fjölskyldumaður sem skildi mikið eftir sig

Staðfesta sorglegt andlát – Fjölskyldumaður sem skildi mikið eftir sig
433Sport
Í gær

Stórstjarna rýfur þögnina eftir áflog á Októberfest

Stórstjarna rýfur þögnina eftir áflog á Októberfest