fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
433Sport

Sögulegt afrek Ronaldo – Útnefndur sem fyrsti milljarðamæringurinn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. október 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur verið útnefndur fyrsti knattspyrnumaðurinn til að verða milljarðamæringur, að því er kemur fram í ítarlegri greiningu Bloomberg á fjármálum Portúgalans.

Samkvæmt úttekt fjölmiðilsins er Ronaldo, sem er orðinn 40 ára, metinn á um 1,04 milljarða punda. Í útreikningunum var tekið tillit til skatta, fjárfestinga og verðmæta auglýsingasamninga á ferlinum þar á meðal ævilangs samnings hans við Nike sem einn og sér er metinn á 745 milljónir punda.

Tekjurnar frá Al-Nassr í Sádi Arabíu hafa skotið honum upp í toppinn yfir tekjuhæstu íþróttamenn heims, samkvæmt Bloomberg. Þar tekur hann fram úr erkifjanda sínum Lionel Messi, sem valdi að flytja til Inter Miami í Bandaríkjunum.

Ronaldo þénar um 300 pund á mínútu í Sádi Arabíu og fær um 167,9 milljónir punda á ári frá félaginu og á auk þess eignarhlut í Al-Nassr. Hann hefur einnig fjárfest í lúxuseignum og safnar dýrustu úrum heims, þar á meðal Franck Muller-úrinu sem er metið á rúmlega eina milljón punda.

Þrátt fyrir auðinn viðurkenndi Ronaldo á Globo Prestigio-verðlaunahátíðinni á þriðjudagskvöld að hjarta hans slái með landsliðinu:

„Ég hef verið í landsliðinu í 22 ár það segir allt sem segja þarf um ástríðuna mína fyrir treyjunni,“ segir Ronaldo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Víkingur staðfestir komu Björgvins Brima

Víkingur staðfestir komu Björgvins Brima
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýjar reglur minnka bilið milli kvenna og karla

Nýjar reglur minnka bilið milli kvenna og karla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sævar Atli upplifði magnað augnablik – „Það var mjög auðvelt að gíra sig“

Sævar Atli upplifði magnað augnablik – „Það var mjög auðvelt að gíra sig“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telja líklegt að íslenska þjóðin verði kýld í magann á föstudag

Telja líklegt að íslenska þjóðin verði kýld í magann á föstudag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Logi segir mikil viðbrigði að flytja til Tyrklands – „Stundum aðeins of blóðheitir fyrir minn smekk“

Logi segir mikil viðbrigði að flytja til Tyrklands – „Stundum aðeins of blóðheitir fyrir minn smekk“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Verðlaunaður með veglegri launahækkun

Verðlaunaður með veglegri launahækkun
433Sport
Í gær

Staðfesta sorglegt andlát – Fjölskyldumaður sem skildi mikið eftir sig

Staðfesta sorglegt andlát – Fjölskyldumaður sem skildi mikið eftir sig
433Sport
Í gær

Stórstjarna rýfur þögnina eftir áflog á Októberfest

Stórstjarna rýfur þögnina eftir áflog á Októberfest