fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
433Sport

Ronaldo opnar sig um samtöl sem hann hefur átt við fjölskyldu og vini um framtíð sína

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. október 2025 09:38

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo segir að hann sé ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að fjölskyldan hafi hvatt hann til þess.

Ronaldo, sem er orðinn 40 ára, heldur áfram að láta til sín taka bæði hjá Al-Nassr og portúgalska landsliðinu. Hann skoraði 35 mörk fyrir félagið sitt á síðasta tímabili og hjálpaði Portúgal að vinna Þjóðadeildina í sumar.

Framherjinn segist enn hafa hungur í að skora og vinna titla og ætlar sér að leiða Portúgal inn í HM á næsta ári.

„Fólk í kringum mig, sérstaklega fjölskylda mín, segir að þetta sé orðið gott því ég hef gert allt. Af hverju viltu skora þúsund mörk? En ég hugsa ekki þannig,“ segir Ronaldo.

„Ég er enn að skila góðu framlagi, hjálpa bæði félaginu mínu og landsliðinu. Af hverju ætti ég að hætta? Ég veit að ég á ekki mörg ár eftir, en ég mun njóta þeirra til fulls.“

Ronaldo hefur nú skorað 946 mörk á ferlinum í félags- og landsliðsbolta og stefnir að því að verða fyrsti leikmaðurinn til að ná þúsund mörkum.

Hann skrifaði undir nýjan samning við Al-Nassr í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja líklegt að íslenska þjóðin verði kýld í magann á föstudag

Telja líklegt að íslenska þjóðin verði kýld í magann á föstudag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sölvi Geir opnar sig um lygilega hjátrú sem hann sagði svo skilið við

Sölvi Geir opnar sig um lygilega hjátrú sem hann sagði svo skilið við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Logi segir mikil viðbrigði að flytja til Tyrklands – „Stundum aðeins of blóðheitir fyrir minn smekk“

Logi segir mikil viðbrigði að flytja til Tyrklands – „Stundum aðeins of blóðheitir fyrir minn smekk“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Verðlaunaður með veglegri launahækkun

Verðlaunaður með veglegri launahækkun
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal gæti ráðist í breytingar og spilað á Wembley

Arsenal gæti ráðist í breytingar og spilað á Wembley
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skemmtileg stund á æfingu Íslands þegar góðir gestir mættu í heimsókn

Skemmtileg stund á æfingu Íslands þegar góðir gestir mættu í heimsókn
433Sport
Í gær

„Geggjað að fólkið sé aftur komið á bak við landsliðið, við viljum gera allt fyrir íslensku þjóðina“

„Geggjað að fólkið sé aftur komið á bak við landsliðið, við viljum gera allt fyrir íslensku þjóðina“
433Sport
Í gær

Daníel Tristan um uppákomuna á dögunum: „Missti hausinn í eina sekúndu og þá gerðist þetta“

Daníel Tristan um uppákomuna á dögunum: „Missti hausinn í eina sekúndu og þá gerðist þetta“