fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
433Sport

Stórstjarna hættir að drekka og opinberar hvers vegna

433
Miðvikudaginn 8. október 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi varnarmaður Manchester City og enska landsliðsins, Micah Richards, hefur ákveðið að hætta að drekka áfengi í tilraun til að léttast eftir bakmeiðsli.

Richards greindi frá þessu í hlaðvarpsþættinum The Rest is Football með Alan Shearer og Gary Lineker. Þar kom einnig fram að hann hafi fengið sprautu í bakið vegna meiðslanna.

Micah Richards/Mynd Twitter

Í þættinum grínaðist Shearer með að þeir myndu drekka rauðvín fram eftir kvöldi, en Lineker sagði þá að Richards væri hættur að drekka.

„Ég hef bætt of miklu á mig,“ sagði Richards og hélt áfram. „Ég var farinn að drekka en sleppti svo æfingunum daginn eftir. Ég fékk sprautu í bakið og ákvað að breyta um lífsstíl. Ég drekk ekki lengur og mér líður miklu betur, hef meiri orku og líðanin er betri.“

Micah Richards hefur eftir knattspyrnuferilinn getið sér gott orð sem sparkspekingur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sölvi Geir opnar sig um lygilega hjátrú sem hann sagði svo skilið við

Sölvi Geir opnar sig um lygilega hjátrú sem hann sagði svo skilið við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sesko leitar að stuðningsmanni United

Sesko leitar að stuðningsmanni United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Verðlaunaður með veglegri launahækkun

Verðlaunaður með veglegri launahækkun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bellingham skoðar stöðu sína alvarlega eftir erfiða mánuði

Bellingham skoðar stöðu sína alvarlega eftir erfiða mánuði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skemmtileg stund á æfingu Íslands þegar góðir gestir mættu í heimsókn

Skemmtileg stund á æfingu Íslands þegar góðir gestir mættu í heimsókn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Andri stoltur af því að vera snúinn aftur – „Þetta er það sem lífið snýst um“

Andri stoltur af því að vera snúinn aftur – „Þetta er það sem lífið snýst um“
433Sport
Í gær

Daníel Tristan um uppákomuna á dögunum: „Missti hausinn í eina sekúndu og þá gerðist þetta“

Daníel Tristan um uppákomuna á dögunum: „Missti hausinn í eina sekúndu og þá gerðist þetta“
433Sport
Í gær

Logi brattur fyrir mikilvæga leiki – „Ég vil ekki jinxa neitt“

Logi brattur fyrir mikilvæga leiki – „Ég vil ekki jinxa neitt“