fbpx
Laugardagur 04.október 2025
433Sport

City staðfestir launahækkun og lengri samning

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 4. október 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn efnilegi Savinho hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Manchester City sem gildir til sumarsins 2031.

Brasilíumaðurinn, sem kom til City frá franska félaginu Troyes á síðasta tímabili, hafði verið orðaður við brottför í sumar og meðal annars var talið að Tottenham hefði áhuga. En nú hefur hann bundið framtíð sína við Etihad-leikvanginn.

„Manchester City er ánægt með að tilkynna að Savinho hafi skrifað undir nýjan samning sem gildir til 2031,“ sagði í tilkynningu félagsins.

Savinho lýsti mikilli ánægju með framlenginguna: „Ég er ótrúlega stoltur að hafa skrifað undir nýjan samning við City. Það er sérstök tilfinning að vita að Pep og félagið hafa trú á mér það þýðir mikið fyrir mig og fjölskyldu mína.“

„Ég á enn mikið inni og er hungraður í að bæta mig sem leikmaður. Ég veit að með því að vinna með Pep og teymi hans mun ég halda áfram að þróast.“

„Frá fyrsta degi hef ég elskað að vera hjá City. Ég lofa að gefa allt mitt til að hjálpa félaginu að ná enn meiri árangri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Eiður Smári telur endurkomu líklega en segir eitt og annað fráhrindandi – „Ég ætla að nefna eitt dæmi þar sem ég gat misst hausinn“

Eiður Smári telur endurkomu líklega en segir eitt og annað fráhrindandi – „Ég ætla að nefna eitt dæmi þar sem ég gat misst hausinn“
433Sport
Í gær

Tjáir sig um söngva stuðningsmanna

Tjáir sig um söngva stuðningsmanna
433Sport
Í gær

Heimir Guðjónsson sendir sneið á Davíð Viðarsson – „Það er bara hlutur sem kemur mér bara ekkert við“

Heimir Guðjónsson sendir sneið á Davíð Viðarsson – „Það er bara hlutur sem kemur mér bara ekkert við“
433Sport
Í gær

Eiður Smári hefði tekið upp símann – „Arnar gerir þetta á sinn hátt og stendur og fellur með því“

Eiður Smári hefði tekið upp símann – „Arnar gerir þetta á sinn hátt og stendur og fellur með því“