fbpx
Laugardagur 04.október 2025
433Sport

Fyrrum miðjumaður United gæti tekið tímabundið við verði Amorim rekinn

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 4. október 2025 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Darren Fletcher er sagður kominn í umræðuna sem mögulegur bráðabirgðastjóri Manchester United ef Ruben Amorim verður látinn fara frá félaginu síðar á tímabilinu.

Þrýstingur á Amorim fer vaxandi eftir slæma byrjun á tímabilinu, en samkvæmt enskum blöðum er ekki talið að brottrekstur hans sé yfirvofandi. United hafa ekki hafið undirbúning fyrir mögulegan arftaka hans, eins og þeir gerðu áður með Erik ten Hag.

Félagið þyrfti einnig að greiða Amorim um 12 milljónir punda í skaðabætur ef hann yrði rekinn fyrir nóvemberlok, sem gerir stöðuna flóknari.

Ef gengi liðsins heldur áfram að vera undir væntingum gæti þó komið að því að hann yrði látinn taka pokann sinn síðar í vetur og þá yrði hugsanlega brugðið á það ráð að ráða bráðabirgðastjóra.

Michael Carrick gegndi því hlutverki áður, en hann tók nýverið að sér nýtt starf sem tæknilegur sérfræðingur UEFA í Meistaradeild Evrópu og var m.a. við leik Barcelona og PSG í vikunni.

Því gæti United horft inn á við þar sem Fletcher, fyrrum miðjumaður félagsins, hefur vakið athygli fyrir störf sín innan akademíunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Juliana átti lífið framundan þegar hún var tekin með eiturlyf á flugvelli – Hjartnæmt bréf sem hún sendi móður sinni opinberað

Juliana átti lífið framundan þegar hún var tekin með eiturlyf á flugvelli – Hjartnæmt bréf sem hún sendi móður sinni opinberað
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Breiðablik Íslandsmeistari eftir sigur á Víkingi

Breiðablik Íslandsmeistari eftir sigur á Víkingi
433Sport
Í gær

Leikur helgarinnar breytir engu fyrir stöðu Amorim

Leikur helgarinnar breytir engu fyrir stöðu Amorim
433Sport
Í gær

Meiðsli Alisson verri en talið var í fyrstu

Meiðsli Alisson verri en talið var í fyrstu
433Sport
Í gær

Leikmenn United með sorgarbönd á morgun eftir hryðjuverkaárás

Leikmenn United með sorgarbönd á morgun eftir hryðjuverkaárás
433Sport
Í gær

Þetta er það sem vantar helst hjá United að mati Amorim

Þetta er það sem vantar helst hjá United að mati Amorim
433Sport
Í gær

Áhugaverður enskur landsliðshópur: Bellingham ekki í hóp og fleiri stjörnur í kuldanum

Áhugaverður enskur landsliðshópur: Bellingham ekki í hóp og fleiri stjörnur í kuldanum
433Sport
Í gær

Þórir Hákonarson reisir knatthöll í Ólafsfirði á næsta ári

Þórir Hákonarson reisir knatthöll í Ólafsfirði á næsta ári