fbpx
Laugardagur 04.október 2025
433Sport

Guardiola ánægður með gremju Haaland í viðtölum

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 4. október 2025 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola segist skilja vel gremju Erling Haaland eftir svekkjandi 2-2 jafntefli Manchester City gegn Monaco í Meistaradeild Evrópu, en vill sjálfur halda gagnrýni sinni á frammistöðu liðsins innan veggja klefans.

Haaland lét reiði sína óspart í ljós eftir leikinn og sagðist vera pirraður eftir að Eric Dier jafnaði úr vítaspyrnu í uppbótartíma og batt enda á vonir City um fullt hús stiga í riðlinum.

„Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir í seinni hálfleik,“ sagði Haaland, sem sá einnig eftir því að hafa ekki náð að klára leikinn þegar City leiddi 2-1. Hann hafði skorað tvívegis áður og er kominn með 17 mörk á tímabilinu fyrir félag og landslið.

Haaland, sem er hluti af fjögurra manna leiðtogateymi City, var spurður hvort þessi opinskáa reiði væri rétt skilaboð frá fyrirliða. Guardiola svaraði: „Auðvitað. Mér líkar það þegar þeir eru svona.“

„Ég segi sjaldan mínar raunverulegu tilfinningar opinberlega. Ég geymi það frekar fyrir leikmennina niðri í kjallara,“
bætti Guardiola við og hló.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Breiðablik Íslandsmeistari eftir sigur á Víkingi

Breiðablik Íslandsmeistari eftir sigur á Víkingi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Manchester-liðin á meðal fjölda áhugasamra

Manchester-liðin á meðal fjölda áhugasamra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eiður Smári telur endurkomu líklega en segir eitt og annað fráhrindandi – „Ég ætla að nefna eitt dæmi þar sem ég gat misst hausinn“

Eiður Smári telur endurkomu líklega en segir eitt og annað fráhrindandi – „Ég ætla að nefna eitt dæmi þar sem ég gat misst hausinn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Meiðsli Alisson verri en talið var í fyrstu

Meiðsli Alisson verri en talið var í fyrstu
433Sport
Í gær

Áfall fyrir Newcastle

Áfall fyrir Newcastle
433Sport
Í gær

Þórir Hákonarson reisir knatthöll í Ólafsfirði á næsta ári

Þórir Hákonarson reisir knatthöll í Ólafsfirði á næsta ári
433Sport
Í gær

Eddie Howe elskaði frekjuna sem risinn frá Þýskalandi sýndi

Eddie Howe elskaði frekjuna sem risinn frá Þýskalandi sýndi