Thomas Tuchel hefur vakið mikla athygli með því að halda því fram að England geti orðið Heimsmeistari án Jude Bellingham.
Þjálfarinn ákvað að kalla ekki Bellingham aftur í landsliðið fyrir vináttuleik við Wales og undankeppnisleik HM gegn Lettlandi þrátt fyrir að leikmaðurinn sé orðinn heill eftir axlaraðgerð.
Tuchel segir að hann vilji ekki raska liðsheildinni sem skilaði frábærum 5-0 sigri gegn Serbíu síðasta mánuð. Hann gerir aðeins eina breytingu á hópnum frá síðustu ferð, Bukayo Saka kemur inn í stað Noni Madueke.
Spurður að því hvort það væri yfirhöfuð mögulegt að vinna Heimsmeistaramót án eins mest skapandi leikmanns Englands svaraði Tuchel: „Hefur þú sannanir fyrir því?“ og ítrekaði það tvisvar.
Þegar hann var spurður hvort eitt gott landsliðsverkefni réttlætti að Bellingham væri skilinn eftir, svaraði Tuchel ákveðið. „Já. Þetta eru nægar sannanir.“
Bellingham, sem var nýverið útnefndur leikmaður ársins hjá enska landsliðinu, er orðinn leikfær hjá Real Madrid en fær samt ekki kallið.
„Það breytir engu. Þetta gæti samt hafa orðið niðurstaðan,“ sagði Tuchel.