Osman Foyo, framherji AFC Wimbledon, hefur verið settur í leikbann eftir að hafa viðurkennt að hafa brotið veðmálareglur Enska knattspyrnusambandsins (FA) í 252 skipti.
FA staðfesti að Foyo, 21 árs, hafi verið dæmdur í eins mánaðar bann sem tekur gildi strax, auk fjögurra mánaða skilorðsbundins bans. Hann má ekki snúa aftur á völlinn fyrr en 2. nóvember og mun missa af þremur leikjum í League Two.
Foyo var jafnframt sektaður um 1.000 pund.
Hinn hollenski leikmaður var staðinn að því að hafa veðjað á leiki á tímabilinu frá október 2023 til mars 2025.
Í yfirlýsingu FA, sem var birt á afmælisdegi leikmannsins, segir að Foyo hafi viðurkennt brotin:
„Sjálfstæð aganefnd hefur úrskurðað Osman Foyo, leikmann AFC Wimbledon, í leikbann fyrir brot á veðmálareglum FA.“