Hollenski miðillinn De Telegraaf greinir frá því að Erik ten Hag gæti snúið aftur til Ajax í janúar, en pressan á John Heitinga hefur aukist eftir erfiða byrjun tímabilsins.
Ajax hefur byrjað tímabilið fremur illa og þolinmæði stuðningsmanna fer þverrandi. Mikil reiði varð eftir 4-0 tap liðsins gegn Marseille í Meistaradeildinni, en liðið hefur aldrei í sögunni tapað svo stórt í Evrópukeppni.
Stjórn félagsins er vill helst ekki gera breytingar strax, en samkvæmt fréttum frá Hollandi er Ten Hag tilbúinn að snúa aftur ef tilboð kemur á komandi mánuðum. Ten Hag er án starfs eftir að hafa verið rekinn frá Bayer Leverkusen eftir tvo leiki í upphafi tímabils.
Ten Hag stýrði Ajax með afar góðum árangri á árunum 2018 til 2022, vann þrjá deildartitla og fór með liðið í undanúrslit Meistaradeildarinnar 2019. Þekkir hann því vel til og heillar það forráðamenn Ajax.
Talið er að Heitinga fái einhvern tíma til að snúa gengi liðsins við en margir eru á því að Ten Hag snúi á endanum aftur.