Heimir Guðjónsson brátt fyrrum þjálfari FH sendir sneið á Davíð Þór Viðarsson yfirmann knattspyrnumála hjá FH. Þetta kemur fram í við á Fótbolta.net.
Heimir hættir með FH eftir tímabilið en eitt af því sem FH-ingar vilja meira af er að spila á yngri leikmönnum.
Heimir segir það ekki í sínum verkahring að að sjá til þess, heldur í verkahring Davíðs að vera með 19 ára leikmenn í félaginu sem eru nógu góðir.
„Davíð kom inn á þennan punkt með 19 ára leikmenn, það er bara hlutur sem kemur mér bara ekkert við, það er á hans könnu að vera með leikmenn sem eru 19 ára gamlir og eru nógu góðir til að spila með FH,“ segir Heimir í viðtali við Fótbolta.net.
Þetta er í annað sinn sem FH lætur Heimi fara frá félaginu sem þjálfara en í fyrra skiptið var árið 2017.