Eins og fram hefur komið er starf Ange Postecoglou sem stjóri Nottingham Forest talið í hættu. Hann segir stuðningsmenn hafa rétt á að vera reiðir.
Postecoglou hefur aðeins stýrt Forest í sex leikjum en ekki unnið neinn þeirra. Liðið tapaði óvænt gegn danska liðinu Midtjylland á heimavelli í Evrópudeildinni í gær.
Stuðningsmenn sungu margir hverjir um að Postecoglou, sem er auðvitað fyrrum stjóri Tottenaham, yrði rekinn í fyrramálið.
„Stuðningsmenn eru vonsviknir og eiga rétt á sinni skoðun,“ segir Postecoglou, spurður út í þetta.
„Þetta kemur mér ekki á óvart, þetta er heimurinn sem við lifum í. Ég stjórna þessu ekki og þarf bara að hugsa um að vinna leiki.“
Forest mætir Newcastle á sunnudag og gæti Ástralinn fengið sparkið ef illa fer þar.