Meiðsli Alisson Becker markvarðar Liverpool eru verri en talið var í fyrstu, talið er að hann verði ekki klár í slaginn eftir landsleikjafrí.
Alisson fór meiddur af velli í tapi gegn Galatasaray í vikunni og spilar ekki gegn Chelsea um helgina.
„Ég yrði mjög hissa ef Alisson gæti spilað fyrsta leik eftir landsleikjafrí,“ sagði Arne Slot stjóri Liverpool á fundi í dag.
Giorgi Mamardashvili mun standa vaktina í marki Liverpool á meðan Alisson er frá.
„Hugo Ekitike og Chiesa æfa í dag en Alisson verður frá í einhvern tíma.“