fbpx
Föstudagur 03.október 2025
433Sport

Þetta er það sem vantar helst hjá United að mati Amorim

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 3. október 2025 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur bent á óvæntan þátt sem hann telur vanta hjá liðinu og það eru ekki bara leiðtogar, heldur svokallaðir brjálæðingar inni á vellinum.

United hefur farið illa af stað undir stjórn Portúgalans og situr í 14. sæti eftir sex umferðir í ensku úrvalsdeildinni. Þá féll liðið með skömm út úr deildabikarnum gegn Grimsby Town, liði úr League Two, í ágúst.

Í viðtali við TNT Sport sagði Amorim að leikmenn þurfi ekki aðeins að vera með reynslu og stöðugleika heldur líka að hafa hrátt hugrekki og vera óútreiknanlegir.

„Við þurfum leiðtoga, en stundum held ég að það sem okkur vantar séu brjálæðingar,“
sagði hann við Owen Hargreaves hjá TNT.

„[Matheus] Cunha er dálítið þannig. Hann er góður gæi, en honum er sama hver þú ert. Ef hann fær boltann, þá fer hann bara.“

„Það skiptir ekki máli hvort það sé Bruno [Fernandes] eða Harry [Maguire], það er liðið sem skiptir máli, ekki fortíðin. Við verðum að lifa í núinu.“

Amorim sagði að leikmenn eins og Bryan Mbeumo, sem komu úr öðru umhverfi, hafi annan neista. „Þegar þú horfir á Cunha og sérð pirring í honum, þá er hann að segja: Gefðu mér boltann. Það vantar hjá okkur.“

„Stundum er ekki nóg að hafa leiðtoga. Þú þarft brjálæðingana þá sem láta ekki á sig fá þó heimurinn sé að brenna í kringum þá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tóku Arnar til bæna í beinni á Sýn í gær: Sakaður um virðingarleysi – „Mér fannst það aðeins skrýtið“

Tóku Arnar til bæna í beinni á Sýn í gær: Sakaður um virðingarleysi – „Mér fannst það aðeins skrýtið“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir endurkomu De Gea til United í kortunum

Segir endurkomu De Gea til United í kortunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslendingarnir allt í öllu í Evrópu: Hákon og Sævar Atli með sigurmörk – Daníel Tristan sá rautt og Elías Rafn vann magnaðan sigur

Íslendingarnir allt í öllu í Evrópu: Hákon og Sævar Atli með sigurmörk – Daníel Tristan sá rautt og Elías Rafn vann magnaðan sigur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Albert með nýjar upplýsingar um brottrekstur Davíðs Smára – Segir stjórnina hafa hertekið klefann á Akureyri

Albert með nýjar upplýsingar um brottrekstur Davíðs Smára – Segir stjórnina hafa hertekið klefann á Akureyri
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rooney hjólar aðeins í Arne Slot – Segir að Amorim hefði verið slátrað fyrir sömu ákvörðun

Rooney hjólar aðeins í Arne Slot – Segir að Amorim hefði verið slátrað fyrir sömu ákvörðun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fabregas vill leikmann Manchester United í janúar

Fabregas vill leikmann Manchester United í janúar
433Sport
Í gær

Tölfræði sem setur gengi Hojlund á Old Trafford í samhengi

Tölfræði sem setur gengi Hojlund á Old Trafford í samhengi
433Sport
Í gær

Vendingar í fréttum um framtíð Konate

Vendingar í fréttum um framtíð Konate