fbpx
Föstudagur 03.október 2025
Fréttir

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. október 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síbrotamaður  á sextugsaldri hefur verið dæmdur í 13 mánaða fangelsi fyrir að keyra undir áhrifum, sviptur ökuleyfi, þann 5. febrúar síðastliðinn. Var maðurinn með lífshættulegt magn vínanda í blóði eða 2,08% en för hans var stöðvuð af lögreglu í Njarðargötu í Reykjavík.

Umræddur einstaklingur hefur margítrekað framið viðlík brot en þetta er ellefti dómurinn sem hann hlýtur á síðastliðnum 16 árum vegna viðlíkra brota.

Maðurinn var fyrst tekinn árið 2009 fyrir akstur undir áhrifum áfengis og var gert að greiða sekt. Fimm árum síðar gerðist hann aftur sekur um slíkt brot og aftur var sektargreiðslu beitt. Síðar sama ár hlaut maðurinn tvo fangelsisdóma vegna viðlíkra brota, fyrst 30 daga fangelsi og síðar 15 daga fangelsi.

Síðan þá hefur maðurinn verið dæmdur til fangelsisvistar vegna slíkra brota á 1-2 ára fresti. Auk fangelsisdómsins var maðurinn enn einu sinni sviptur ökurétti til æviloka en það hefur þó ekki dugað til að stöðva hann hingað til.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gera alvarlegar athugasemdir vegna vinnubragða við lagningu göngustígs á Glerárdal

Gera alvarlegar athugasemdir vegna vinnubragða við lagningu göngustígs á Glerárdal
Fréttir
Í gær

Sigþór svartsýnn og ómyrkur í máli: „Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram“

Sigþór svartsýnn og ómyrkur í máli: „Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram“
Fréttir
Í gær

Segir Stefán Einar vera að flytja inn niðurbrot sómakenndar

Segir Stefán Einar vera að flytja inn niðurbrot sómakenndar
Fréttir
Í gær

Karl Ágúst blandar sér í eldheita umræðuna – „918 KRÓNUR FYRIR HVERJA BLAÐSÍÐU? ER ÞAÐ EKKI ALLTOF MIKIÐ?“

Karl Ágúst blandar sér í eldheita umræðuna – „918 KRÓNUR FYRIR HVERJA BLAÐSÍÐU? ER ÞAÐ EKKI ALLTOF MIKIÐ?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Afbókanir farnar að berast ferðaþjónustuaðilum vegna falls Play – Misjafnar skoðanir á æskilegum viðbrögðum

Afbókanir farnar að berast ferðaþjónustuaðilum vegna falls Play – Misjafnar skoðanir á æskilegum viðbrögðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hópi Norðlendinga ógnað með kindabyssu – Snerist snarlega til varnar

Hópi Norðlendinga ógnað með kindabyssu – Snerist snarlega til varnar