Fabio Cannavaro er að taka við sem landsliðsþjálfari Úsbekistan fyrir Heimsmeistaramótið árið 2026.
Samkomulag er í höfn og mun hann skrifa undir á næstunni.
Cannavaro var eitt sinn kjörinn besti knattspyrnumaður í heimi eftir að hafa orðið Heimsmeistari með Ítalíu.
Hann hefur verið að þjálfa síðustu tíu ár og farið víða, meðal ananrs stoppað í Kína, Sádí Arabíu og fleiri löndum.
Hann var síðast þjálfari Dinamo Zagreb í Króatíu en hætti fyrr á þessu ár og heldur nú til Úsbekistan.