fbpx
Fimmtudagur 02.október 2025
Fókus

Nirvana-barnið fær slæmar fréttir

Fókus
Fimmtudaginn 2. október 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá máli sem Spencer Elden höfðaði gegn hljómsveitinni Nirvana og tengdum aðilum. Málið varðar frægt plötuumslag sveitarinnar af plötunni Nevermind frá árinu 1991 sem sýnir Spencer nakinn.

Málið hefur velkst um bandarískt réttarkerfi í nokkur ár, en Spencer vildi meina að flokka mætti plötuumslagið sem barnaníðsefni. Framsetningin hefði verið „klámfengin“ og augljóst brot á alríkislögum.

Spencer, sem er 34 ára, var aðeins fjögurra mánaða þegar myndin var tekin og reyndi hann að færa rök fyrir því að hann hefði orðið fyrir ómældum skaða vegna plötuumslagsins.

Í frétt Billboard kemur fram að alríkisdómarinn Fernando M. Olguin hafi hafnað þeim rökum að um barnaníðsefni væri að ræða. Sagði hann að hvorki stellingin, umhverfið né heildarsamhengið á plötuumslaginu væri kynferðislegs eðlis.

Dómarinn sagði enn fremur að Elden hefði í gegnum tíðina sjálfur gert sér far um að rækta ímynd sína sem einhvers konar „mini-rokkgoðsögn.“

Þannig hefði hann meðal annars endurskapað myndina á fullorðinsárum sínum, skrifað á minjagripi og kallað sig „Nirvana-barn.“ Sagði dómarinn að í því ljósi væri erfitt að fallast á rök hans um að hann hefði orðið fyrir ævilöngum skaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórkostleg mistök bandarískrar konu á Íslandi – Sjáðu myndbandið

Stórkostleg mistök bandarískrar konu á Íslandi – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigríði var sagt upp sem flugfreyju og segist hafa verið svikin af samstarfskonum – „Ég hef ekki heyrt frá þeim síðan“

Sigríði var sagt upp sem flugfreyju og segist hafa verið svikin af samstarfskonum – „Ég hef ekki heyrt frá þeim síðan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn útskýrir hvað hann var að gera þegar myndin af Snorra var á skjánum

Þorsteinn útskýrir hvað hann var að gera þegar myndin af Snorra var á skjánum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bandarísk kona segist hafa verið blekkt á Íslandi

Bandarísk kona segist hafa verið blekkt á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Að opna sambandið frábært þar til hún féll fyrir öðrum manni sem kom upp um hana

Að opna sambandið frábært þar til hún féll fyrir öðrum manni sem kom upp um hana
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigur fyrir sjálfsmyndina – Ný íslensk heimildarmynd um íslensku keppendurna á Special Olympics

Sigur fyrir sjálfsmyndina – Ný íslensk heimildarmynd um íslensku keppendurna á Special Olympics