Það eru sérstaklega tvö viðtöl sem hafa vakið athygli. Í byrjun september, nokkrum vikum áður en Kidman sótti um skilnað, var Urban í viðtali í útvarpsþættinum Jonesy & Amanda. Þau höfðu þá búið í sitthvoru lagi um tíma, án þess að það væri vitað.
Í þættinum var hann spurður út í „ótrúlegu ástarsögu“ hans og Kidman. Horfðu á klippuna hér að neðan, en margir hafa bent á að líkamstjáning hans segi meira en þúsund orð. Ef þú sérð hana ekki hér að neðan, smelltu hér eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram
Hitt viðtalið var í júlí, þegar samband þeirra stóð á brauðfótum. Fjölmiðlamaðurinn Ryan Seacrest spurði Urban út í Kidman og fannst mörgum viðtalið verða smá vandræðalegt um tíma. Horfðu á það hér að neðan.
Sjá einnig: Segja að djörf hlutverk Nicole Kidman hafi stuðlað að brestum í hjónabandinu