fbpx
Miðvikudagur 01.október 2025
433Sport

Samúel opnar sig um brotthvarf Davíðs Smára

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 1. október 2025 12:17

Davíð Smári Lamude. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, hefur útskýrt hvers vegna Davíð Smári Lamude var látinn fara úr starfi þjálfara fyrr í vikunni.

Vestri hefur verið í frjálsu falli frá því liðið varð bikarmeistari fyrir rúmum mánuði og var því ákveðið að skipta um þjálfara. Jón Þór Hauksson mun stýra síðustu þremur leikjum liðsins í hörkufallbaráttu í Bestu deildinni.

„Ég held að allir þeir sem hafa horft á Vestraliðið í síðustu leikjum hafi skynjað það sama og við, mikið andleysi og úrræðaleysi og liðið ekki að sýna það sem einkenndi það Vestra lið sem við þekkjum. Okkur fannst hlutirnir frekar á leið niður á við en til batnaðar. Síðasti sigur í deildinni kom 10. ágúst, tvö stór töp gegn ÍA og ÍBV á heimavelli sem var erfitt að horfa framhjá. Það hefði verið mjög auðvelt að halla sér aftur og bíða og vona, en það var okkar mat að við yrðum að reyna að gera eitthvað til að snúa þessu við,“ segir Samúel við Fótbolta.net.

„Við (stjórnin) vorum sammála um það að það þyrfti að gera breytingar á þessum erfiða tímapunkti, annars hefði þetta ekki orðið niðurstaðan. Það var mjög erfið ákvörðun að láta hann fara, enda hefur hann gert frábærlega fyrir Vestra frá því að hann tók við félaginu fyrir þremur árum síðan og hans verður ávallt minnst fyrir þau verk. Hann gerði liðið að bikarmeisturum og kom því í Evrópukeppni. Davíð er góður og duglegur maður og frábær þjálfari sem gerði ákvörðun okkar enn erfiðari. Ákvörðun sem þessi er tekin með góðri trú og hagsmuni Vestra að leiðarljósi.“

Davíð hafnaði samningsboði frá Vestra í kringum bikarúrslitaleikinn. „Við buðum honum sama samning og hann hefur verið á, sem hann hafnaði. Við gerðum ráð fyrir gagntilboði sem kom ekki. Þannig að það var klárlega ekki nóg,“ sagði Samúel einnig, en viðtalið í heild er hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Spurður út í Trent eftir að hann framlengdi við Arsenal – „Ég hef ekki unnið neitt hér“

Spurður út í Trent eftir að hann framlengdi við Arsenal – „Ég hef ekki unnið neitt hér“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Högg í maga Liverpool

Högg í maga Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafnfirðingar ausa úr skálum reiði sinnar eftir tilkynningu kvöldsins – „Hvað eruði að spá?“

Hafnfirðingar ausa úr skálum reiði sinnar eftir tilkynningu kvöldsins – „Hvað eruði að spá?“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tvö mörk Berglindar dugðu ekki til og enn seinkar fögnuði Blika

Tvö mörk Berglindar dugðu ekki til og enn seinkar fögnuði Blika
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Heimir hverfur á braut
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Varð hugsað til annars brottreksturs eftir fréttirnar af Davíð – „Eruði hálfvitar?“

Varð hugsað til annars brottreksturs eftir fréttirnar af Davíð – „Eruði hálfvitar?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar Þór látinn fara í Belgíu

Arnar Þór látinn fara í Belgíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær að koma aftur á æfingar hjá Amorim

Fær að koma aftur á æfingar hjá Amorim
433Sport
Í gær

Lætur stór orð falla – „Hefði orðið stærsti skandall í heiminum ef Stjarnan hefði orðið Íslandsmeistari“

Lætur stór orð falla – „Hefði orðið stærsti skandall í heiminum ef Stjarnan hefði orðið Íslandsmeistari“
433Sport
Í gær

Hefur verulegar áhyggjur af stöðu Wirtz á Anfield – „Ég sé ekki hvar hann passar inn í þetta lið“

Hefur verulegar áhyggjur af stöðu Wirtz á Anfield – „Ég sé ekki hvar hann passar inn í þetta lið“