fbpx
Miðvikudagur 01.október 2025
Fréttir

Óargadýr í eigu Fast & Furious stjörnu halda hverfi í gíslingu og drepa aðra hunda

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 1. október 2025 07:30

Gibson flúði með hundana. Myndir/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundar Fast & Furious stjörnu eru óargadýr. Þeir hafa drepið tvo aðra hunda og halda hverfinu í gíslingu.

Lögreglan í bænum Buckhead í Georgíufylki í Bandaríkjunum var kölluð út að húsi gegnt heimili leikarans Tyrese Gibson fimmtudaginn 18. september vegna hundaárásar. Þar býr maður að nafni Harrison Parker sem átti hund sem drapst í árásinni.

Hundurinn var fimm ára gamall rakki að nafni Henry sem herra Parker fann látinn með sár og innbyrðis blæðingar.

„Ég fann hann dauðan á bílaplaninu hjá mér,“ sagði Harrison. „Að heyra ekki í honum var hræðilegt. Hann var einn af ljúfustu hundunum og að hann hafi verið myrtur er ólýsanlegt.“

Gibson, sem er þekktastur fyrir að leika í kvikmyndaseríunni Fast & Furious, viðurkenndi verknaðinn og sagðist ætla að afhenda Dýraþjónustu borgarinnar hundana sína sem drápu Henry. En Gibson á sterkbyggða hunda af tegundinni Cane Corso.

En eftir að Gibson kom ekki með hundana ákvað lögreglan að gera húsleit á heimili hans þann 22. september. Þá var hann hins vegar á bak og burt.

„Það er vanræksla af hálfu húseigandans að leyfa hundunum að valsa lausir um,“ sagði lögreglukonan Nicole Dwyer. „Og nú hafa þeir drepið annað saklaust dýr.“ Ekki hefur hins vegar verið greint nánar frá þeirri árás eða hvar Gibson og hundarnir hans eru niðurkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ömurleg upplifun í Helgafellslandi – Þjófar létu greipar sópa hjá fólki sem var að flytja inn

Ömurleg upplifun í Helgafellslandi – Þjófar létu greipar sópa hjá fólki sem var að flytja inn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dularfulli fundur varnarmálaráðherra er hafinn – Enga feita hershöfðingja, ekkert skegg og ekkert sítt hár

Dularfulli fundur varnarmálaráðherra er hafinn – Enga feita hershöfðingja, ekkert skegg og ekkert sítt hár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar segir unnið að því að koma áhöfnum fimm véla heim – Vinnumálastofnun býr sig undir stóra tilkynningu

Einar segir unnið að því að koma áhöfnum fimm véla heim – Vinnumálastofnun býr sig undir stóra tilkynningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjárfestir náði að selja hlutabréf í Play á sama tíma og tilkynnt var um endalokin

Fjárfestir náði að selja hlutabréf í Play á sama tíma og tilkynnt var um endalokin