fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
433Sport

Hefur verulegar áhyggjur af stöðu Wirtz á Anfield – „Ég sé ekki hvar hann passar inn í þetta lið“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. september 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney hefur gagnrýnt þýska miðjumanninn Florian Wirtz og segir hann rýra jafnvægið hjá Liverpool, þar sem leikmaðurinn hefur enn ekki náð sér á strik í ensku úrvalsdeildinni.

Wirtz kom til Englands með miklar væntingar á herðum sér eftir 116 milljón punda metflutning frá Bayer Leverkusen í sumar. Þar var hann lykilmaður í liði sem vann Þýskalandsmeistaratitilinn án taps tímabilið 2023–24.

Frammistaðan í Englandi hefur þó verið undir væntingum. Hann byrjaði á bekknum í Merseyside-slagnum gegn Everton og nýtti ekki tækifærið þegar hann fékk byrjunarliðssæti gegn Crystal Palace. Þar klúðraði hann dauðafæri og var tekinn af velli á 74. mínútu, enn án marks eða stoðsendingar í átta leikjum.

Rooney, fyrrverandi sóknarmaður Manchester United, sagði í viðtali. „Það hefur verið erfitt fyrir hann. Hann er hæfileikaríkur, en ég sé ekki hvar hann passar inn í þetta lið. Þeir eru með Salah og hafa keypt heila nýja framlínu. Hann hefur ekki náð að skara fram úr,“ sagði Rooney

„Mér finnst hann rýra jafnvægið í spilamennsku Liverpool, en hann er frábær leikmaður og mun vafalaust ná sér á strik, hann hefur bara byrjað hægt.“

Rooney telur að eins og staðan sé núna eigi Dominik Szoboszlai alltaf að byrja á undan Wirtz í þeirri stöðu sem hann vill helst spila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Telur það einföldun að ræða svona um stöðuna á Hlíðarenda – „Ég er að benda á það er útskýring á þessu“

Telur það einföldun að ræða svona um stöðuna á Hlíðarenda – „Ég er að benda á það er útskýring á þessu“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jón Þór tekur við Vestra – Af frumkvæði stjórnar Vestra að Davíð hætti

Jón Þór tekur við Vestra – Af frumkvæði stjórnar Vestra að Davíð hætti
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United sagt vilja öflugan framherja í janúar

United sagt vilja öflugan framherja í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lést aðeins 19 ára um helgina – Fékk höfuðhögg og fór í hjartastopp í kjölfarið

Lést aðeins 19 ára um helgina – Fékk höfuðhögg og fór í hjartastopp í kjölfarið
433Sport
Í gær

Útlit fyrir að hann verði í Manchester í meira en áratug

Útlit fyrir að hann verði í Manchester í meira en áratug
433Sport
Í gær

Athyglisverð staða í Hafnarfirði – „Án útskýringa lítur þetta furðulega út“

Athyglisverð staða í Hafnarfirði – „Án útskýringa lítur þetta furðulega út“