fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
433Sport

Mourinho mættur á Brúnna og er brattur – „Ég er sá stærsti“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. september 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum stjóri Chelsea, Jose Mourinho, snýr aftur á gamla heimavöllinn í kvöld þegar Chelsea tekur á móti Benfica í Meistaradeild Evrópu.

Portúgalinn, sem vann ensku deildina í þrígang með Chelsea, hefur áður verið gagnrýndur af stuðningsmönnum liðsins eftir að hann tók við Manchester United árið 2017, þá kölluðu sumir hann Júdas. En Mourinho svaraði einfaldlega: „Júdas er enn númer eitt.“

Og greinilega hefur ekkert breyst í huga hans fyrir komandi Evrópuleik. „Chelsea er maskína sem átti í vandræðum síðustu tvö til þrjú ár, tímabil án bikara,“ sagði Mourinho.

„Þeir unnu eitthvað áður en ég kom, síðan hélt mitt lið áfram að vinna og svo hófst umbreyting, ný lið, nýir þjálfarar, fleiri titlar.“

„Ég er enn sá stærsti þar til einhver vinnur fjóra.“

Síðustu tveir titlar Chelsea, Sambandsdeild Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða, jafnast ekki á við afrek Mourinho í Vestur-Lundúnum.

Mourinho, sem er nú 62 ára, styður núverandi stjóra Chelsea, Enzo Maresca. „Það er miklu erfiðara að vinna Meistaradeildina en Heimsmeistarakeppni félagsliða, það er augljóst. Chelsea hefur burði til þess. Ég sé enga ástæðu til að segja. Nei, Chelsea getur það ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skoðar að taka stóru seðlana í Sádí Arabíu næsta sumar

Skoðar að taka stóru seðlana í Sádí Arabíu næsta sumar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United sagt vilja öflugan framherja í janúar

United sagt vilja öflugan framherja í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón tóku ólátabelg í fóstur: Allt lék í lyndi en svo fór eiginkonan í helgarferð – Mikil drykkja og svakaleg læti úr svefnherberginu

Hjón tóku ólátabelg í fóstur: Allt lék í lyndi en svo fór eiginkonan í helgarferð – Mikil drykkja og svakaleg læti úr svefnherberginu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enn einn ný nálgun hjá Arteta: Vill orrustuflugmann til starfa – „Ef þú segir of mikið, þá ert þú dauður“

Enn einn ný nálgun hjá Arteta: Vill orrustuflugmann til starfa – „Ef þú segir of mikið, þá ert þú dauður“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vel sóttur fundur þjálfara í Laugardalnum

Vel sóttur fundur þjálfara í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Útlit fyrir að hann verði í Manchester í meira en áratug

Útlit fyrir að hann verði í Manchester í meira en áratug