Real Madrid er að skoða tvo miðjumenn Chelsea og hafa áhuga á að reyna við þá næsta sumar. Enskir miðlar segja frá.
Þar segir að Real horfi bæði á Enzo Fernandez og Moises Caicedo miðjumenn Chelsea.
Báðir hafa átt góðu gengi að fagna hjá Chelsea og eru á besta aldri, Enzo er 24 ára gamall landsliðsmaður Argentínu.
Moises Caicedo er 23 ára gamall og kemur frá Ekvador, hann hefur verið einn besti miðjumaður enska boltans síðustu ár.
Real Madrid hefur misst bæði Toni Kroos og Luka Modric á síðustu árum og ekki alveg tekist að fylla þeirra skörð.