fbpx
Mánudagur 29.september 2025
Fókus

Arnar segir þetta vera bölvaðan ósið í fjármálum – „Þú ert einfaldlega að tapa pening“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 29. september 2025 13:00

Arnar Þór. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármálaverkfræðingurinn Arnar Þór Ólafsson fjallaði um fjóra algenga fjármálaósiði í myndbandi á TikTok.

„Ég hef orðið var við slæma ávana hjá fólki undanfarið þegar kemur að fjármálum. Svo mér datt í hug að sjóða saman lista af nokkrum fjármálaósiðum,“ segir Arnar.

Hér eru ósiðirnir fjórir sem hann nefnir:

1. Neyslulán

„Ef þú færð lán fyrir hlutum eins og dýrum síma eða raftækjum þá má segja að neyslubotninum sé náð. Ekki gera þetta. Þó lán sé kannski auglýst „vaxtalaust“ þá er yfirleitt falinn kostnaður þar á bak við.“

Vísar Arnar síðan á frekar umfjöllun um neyslulán á vefsíðu sem hann stendur að, auratal.is.

2. Láta pening hanga inni á debetkorti

„Þetta er bölvaður ósiður sem á ekki heima hjá þér. Þegar þú lætur peninginn hanga inni á debetkortareikningi ertu að missa af ávöxtunartækifæri, á til dæmis sparnaðarreikning sem borgar oft margfalt hærri vexti en venjulegur debetkortareikningur.“

3. Eiga sparnað en vera með yfirdrátt

„Þessi ósiður er allt of algengur. Ef þú ert með yfirdrátt þá á að vera í algjörum forgangi að greiða hann niður ef þú átt nægan sparnað.“

4. Greiða reikninga fyrir eindaga

„Þú ert einfaldlega að tapa pening með því að greiða reikninga fyrir tímann. Geymdu peninginn inni á sparnaðarreikning þar til þú greiðir reikningana þína.“

@auratal.is Gerist þú uppvís af einhverjum fjármálaósiðum? ⛔️🤷‍♂️#fjármál #fjármálalæsi #fjármálaóvitar #finance ♬ original sound – Auratal

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrirgaf föður sínum af öllu hjarta fyrir að hafa aldrei samband – „Við það losnaði ég við einhvern ákveðinn pakka og ég hafði aldrei áhyggjur af þessu meira“

Fyrirgaf föður sínum af öllu hjarta fyrir að hafa aldrei samband – „Við það losnaði ég við einhvern ákveðinn pakka og ég hafði aldrei áhyggjur af þessu meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ískyggileg mynd af „hefndarenglinum“ og bróður hans – Brostu til hvors annars í dómsalnum

Ískyggileg mynd af „hefndarenglinum“ og bróður hans – Brostu til hvors annars í dómsalnum
Fókus
Fyrir 5 dögum

O (Hringur) vinnur Nordisk Panorama

O (Hringur) vinnur Nordisk Panorama
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona er æfingarútína einnar þekktustu konu heims

Svona er æfingarútína einnar þekktustu konu heims