fbpx
Mánudagur 29.september 2025
Fókus

Stjórstjarnan þurfti að gæta sín á móður sinni sem lak öllu um hann í blöðin

Fókus
Mánudaginn 29. september 2025 19:30

Matthew McConaughey ásamt móður sinni Kay á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2014. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski stórleikarinn Matthew McConaughey þurfti um langt skeið þurft að halda ákveðinni fjarlægð frá móður sinni, Kay McConaughey  vegna þess að hún lak viðkvæmum upplýsingum um hann til fjölmiðla. Þetta kemur fram í viðtali McConaughey við tímaritið People en í því kemur fram að leikarinn hafi ekki slitið sambandinu við móður sína heldur aðeins farið mjög varlega með hvað hann sagði henni.

Í viðtali við People útskýrði Óskarsverðlaunahafinn að hann hafi ekki rofið sambandið við móður sína, en hann hafi orðið að fara mjög varlega með hvað hann sagði henni.

„Við áttum um átta ára tímabil þar sem símtölin á sunnudögum voru mjög stutt,“ sagði McConaughey. „Ég sagði henni ekki neitt því ef ég gerði það birtist það í blöðunum nokkrum dögum síðar.“

Leikarinn segir að vendipunkturinn hafi verið þegar hann sá sjónvarpsupptökur þar sem móðir hans hafði hleypt fréttamönnum inn á heimili sitt og sýnt þeim herbergið sem hann svaf í sem barn. „Ég hringdi í hana og spurði hvað hún hefði verið að gera. Hún svaraði sakleysislega: ‚Ó, það. Ég hélt ekki að þú myndir komast að því.‘“

Kay viðurkennir í dag að þetta hafi verið erfiður tími fyrir mæðginin. „Við vorum í pásu,“ sagði hún.

McConaughey segir þó að hann hafi á endanum ákveðið að leggja meiri áherslu á að rækta sambandið við móður sína en að óttast neikvæða umfjöllun í fjölmiðlum. „Ég komst á þann stað í lífinu og ferlinum að mér var sama. Ég sagði: ‚Mamma má segja hvað sem henni dettur í hug.‘“

Sambandið hefur síðan batnað til muna. McConaughey segir að Kay sé nú mun meðvitaðri um friðhelgi hans, en hann sjálfur hafi líka slakað á. „Núna þegar við mætum á rauða dregilinn spyr hún: ‚Eru einhverjar reglur?‘ Og ég segi: ‚Engar reglur, segðu bara hvað sem þér dettur í hug.‘ Það er miklu skemmtilegra svona.“

Þá má geta þess að von er á AppleTV+ myndinni The Lost Bus en þar mun Kay, sem er 93 ára gömul, leika móður sonar síns á hvíta tjaldinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Íhugaði að hætta rekstri á mjög erfiðum tíma en bróðir hennar heitinn stappaði í hana stálinu

Íhugaði að hætta rekstri á mjög erfiðum tíma en bróðir hennar heitinn stappaði í hana stálinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Byrjaður með nýrri kærustu eftir skilnaðinn – Hún er OnlyFans-stjarna og 26 árum yngri

Byrjaður með nýrri kærustu eftir skilnaðinn – Hún er OnlyFans-stjarna og 26 árum yngri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bandarískur ferðamaður fékk menningarsjokk á Íslandi – „Ég geng inn og sé þá fullt af nöktum konum”

Bandarískur ferðamaður fékk menningarsjokk á Íslandi – „Ég geng inn og sé þá fullt af nöktum konum”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Carmen Electra 53 ára í djarfri myndatöku

Carmen Electra 53 ára í djarfri myndatöku
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona heldur Linda Pé sér í formi

Svona heldur Linda Pé sér í formi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tárvotur Jimmy Kimmel snýr aftur – Sjáðu myndbandið

Tárvotur Jimmy Kimmel snýr aftur – Sjáðu myndbandið